Skírnir - 01.01.1947, Síða 183
Skírnir
Um Skikkjurímur
181
ungs og því næst aðrar göfugar frúr og meyjar við hirð
hans. Skáldið er að búa hlustendur sína, griðkonur og
fjárgeymslumenn, undir þetta í tveimur fyrri rímunum,
og nú er komið að því, sem fólkið fýsir að heyra, hversu
logi meydómsljósin við þessa prúðu hirð í framandi landi.
Hér á landi var víst nokkur misbrestur í þessum efnum
á þeim tíma, eins og raunar hefur verið bæði fyrr og síð-
ar, en kom sennilega frekar í ljós vegna þess, að kirkjan,
sú volduga stofnun, hafði opinbert eftirlit með þeim mál-
um. Það er ekki víst, að fólkið, sem hlustaði á rímuna,
hafi búizt við því, sem á eftir fór. Riddarasögurnar fóru
alltaf vel, og Möttulssaga er þar engin undantekning, þó
að hún greini frá nokkrum þarflausum metnaði, sem varð
meðal hirðmanna, meðan hreinlífisprófunin fór fram, en
rímaskáldið segir, að Artús konungur ræki konurnar á
braut úr höllinni og legði af stað með köppum sínum til að
berjast til nýrra og betri kvenna. Svo dapurlegar afleið-
ingar af ótryggð getur riddarasöguhöfundur ekki hugsað
sér, hann segir aðeins: „Má með sönnu segja, at þar sat
margr góðr riddari angraðr sakir sinnar unnustu." Rímna-
skáldið gerir strangari siðferðiskröfur.
Sízt er fyrir það að synja, að rímaskáldið lýsir breysk-
leika hirðfrúnna með nokkru sterkari litum en höfundur
Möttulssögu, en honum er nauðugur einn kostur, því að
hann þarf á því fleiri tilbrigðum að halda sem hann nefn-
ir fleiri nöfn en sagan.
Af öðrum stöðum, þar sem ætla má, að skáldið setji
sinn svip á frásögnina, skal nefnd lýsingin á leikum hirð-
manna. Hún er máluð nokkru grófari dráttum en vera
mundi í góðri riddarasögu, en virðist dálítið löguð eftir
því, sem ætla mætti, að skáldinu hefði verið kunnugt af
norrænum frásögnum eða eigin reynd. Sköft og þungir
steinar eru tæplega nógu fín vopn handa riddurum Artús
konungs. Rímnaskáldið kemst líka mjög þjóðlega að orði,
þegar það segir frá vistunum í höll konungs, að þar hafi
verið sæmilegt að súpa kál.
Ennfremur eru síðustu vísurnar í rímunum, sem til-