Skírnir - 01.01.1947, Síða 188
186
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
II.
Þ6 að byg’gðin sé komin undir svarta rekkjuvoð og sofi
hinum langa svefni, er hún ekki gleymd. Kalla má, að all-
an sandinn hilli uppi af sögnum. Þar eru á víð og dreif
örnefni, sem sögð eru nöfn gamalla eyðibýla. Ef talað er
við byggðamenn, finnst á, að þeim væri ekki fjarri skapi
að hugsa sér allan sandinn eina eyðibyggð. Allt frá því
um 1700 eru til ritsmíðar, sem sýna áhrif þessa grafreits
á menn og hversu þeir reyndu að varðveita frá gleymsku
fornar minningar um hann. Jafnvel snemma á ritöld, þeg-
ar Landnáma var skráð, orkuðu jarðeldar og jökulhlaup,
sem eyddu þessa byggð, á ímyndunarafl manna.
Hvernig var þetta í raun og veru? Fivaða bæir voru
hér, hvar voru þeir, hver er saga þeirra ? Algerlega er það
ekki fallið í gleymsku, nokkrar heimild/r eru um það, bæði
gamlar og nýjar. Greinilega vitneskju um það er án efa
ekki hægt að öðlast, en vera má a'j unnt sé að komast
nærri um eitthvað af því.
Sú hefur einnig verið skoðun /róðra manna. Átjándu
aldar menn reyndu þetta, þeir höfðu nokkrar gamlar
heimildir, þekktu sagnir og höfðu staðþekkingu. Séra Jón
Steingrímsson vann úr þessu eins og vísindamaður, og
margt sem síðari tíma menn segja um þetta styðst við
hans verk. En lærdóm í jarðfræði hafði hann ekki, og
dómurinn í þessu máli verður ekki kveðinn upp nema
bæði sé leitað jarðfræðilegra og sögulegra vitnisburða.
Þetta hafa svo síðari tíma menn gert, og er þar lang-
veigamest það, sem Þorvaldur Thoroddsen hefur lagt til
málanna. Eigi að síður er þó margt efasamt, þegar alls er
gætt, og held ég ekki, að Þorvaldur Thoroddsen hafi sagt
síðasta orðið.
Ég hygg hér þurfi enn nýrra rannsókna við. Og enn
þarf saman að fara notkun sögulegra og jarðfræðilegra
vitnisburða. Til jarðfræðinnar get ég ekkert lagt. En mér
virðist sögulegu gögnin svo torveld viðfangs, að þörf sé
á að taka þau til gagngerðrar athugunar. Gildi þeirra er