Skírnir - 01.01.1947, Page 190
188
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
víkur nærri upp undir jöklum skal heita Kringla, skal
hafa bær verið. Dýralækir heita svo sem á miðjum Mýr-
dalssandi, austan til við Eyjará; meinast bær verið hafa.“
Þá er um eyðibýli vestan Eyjarár:
„Lágeyjarstaður segja Mýrdælir (eftir traditione majo-
rum) [sögn forfeðranna], að heitið hafi á Mýrdalssandi,
og segjast þar hjá hafa heyrt nefnt Lágeyjarhverfi, en
hvort það hafi hjáleigur verið eða og sveit um kring Lágey,
þykjast þeir ekki vita, sem og er ekki von, en segjast heyrt
hafa þar hafi heil sveit forðum vera átt. Nempe omnia in-
certa sunt [sennilega allt óvíst].4'1)
Á öðrum stað í sama handriti Árna (AM 213, 8vo) eru
enn klausur um þetta sama efni, og eru þær ekki prent-
aðar í útgáfunni2):
„Fjörur fyrir Mýrdalssandi: Austast (fyrir Álftaverinu)
eru Staðarfjörur, þá Herjustaðafjara, þá Kerlingardals-
fjara, þá Höfðafjara, þá Höfðabrekkufjara. — Frá Loð-
insvíkum og Atley allt að Hafursey er graslaust langs með
jöklinum og ekkert nema eyðisandar. — Framan í jöklin-
um er austast (í útnorður frá Skaftártungu) Sandfell.
Það sést enn nú mikinn part. Þá koma, vestar, Stakkfjöll;
þau eru nú hulin af jökli. Þá undir jöklinum, fyrir norð-
an og vestan Hafursey, er afréttur Höfðabrekkumanna og
þar upp af í norður Kötlugjá.
Hafursey er selstaða frá Hjörleifshöfða. — Lambajök-
ull heitir á Mýrdalssandi fyrir vestan Eyjará, heyrir
Þykkvabæjarklaustri til. Er suður við sjó, eru melakoll-
ar, en ekki jökull; hefur verið að fornu graspláss; nú er
þar ei tilbaka nema lítil blaðka hér og hvar.“
„Munnmæli eru, að byggð hafi verið á sandinum fyrir
ofan Hjörleifshöfða, milli og Hafureyjar, og skyldi Höfða-
ver heitið hafa þessi byggð. Gamlir menn hafa nefnt
nokkra af bæjunum, tíu eða tólf.“
1) Árni Magnússons Levned og Skrifter II 261.
2) Próf. Jón Helg-ason í Kaupmannahöfn hefur sýnt mér þá vel-
vild að skrifa þessa kafla upp fyrir mig.