Skírnir - 01.01.1947, Side 191
Skírnh'
Byggð á Mýrdalssandi
189
„Lágeyjarstaður var prestssetur, sér ennú merki til á
Mýrdalssandi. Þar skulu og hafa verið fleiri bæir.“ (Þessi
klausa strikuð út aftur.)
Næst er talað um byggð á Mýrdalssandi í frásögn um
Kötlugosið 1755.x) Þessa frásögn skrifaði Jón sýslumað-
ur Sigurðsson í Holti í Mýrdal 1756. Hann ræðir þar um
Kötluhlaup í fornöld; styðst hann af fornum heimildum
við Landnámu, en vefur þar inn í sögnum. Út af frásögn
Landnámu um Hrafn hafnarlykil og jarðeldinn, sem síðar
verður að vikið, segir hann: „Dynskógar höfðu verið í út-
norður af Herjólfsstöðum í Álftaveri, þar nú jökullinn í
kring geisaði; þar hafði á dögum þeirra sýslumanna Ein-
ars og Hákonar Þorsteinssonar uppúr sandinum blásið
eirketill, tók að gamalla manna sögu 2 á 3 tunnur. Lágey
vestan eður suðaustan (!) Eyjará andspænis við Ból-
hraun, nær Eyjará en Hjörleifshöfða; eru á Mýrdalssandi
tvær hæðir eður stórir sandhryggir, á þeim vestara segist
eftir gömlu tali, að sá bær Lágey hafi staðið, en á hinum
austari sandhryggnum hafi sá bær staðið, sem Lamba-
jökull hét. Lágey hafi eftir það kristni kom í landið verið
kirkjustaður, hver fyrir jökuls- og vatns-hlaupi hafi af-
tekið, því dóttir prestsins á Lágeyjarstað hafi fundizt í
Dýralækjum með kambinn í hárinu, þar hún var að kemba
sitt hár, þá hlaupið kom á húsin. NB. Dýralækir meina eg
nefnist í Bólhraunum, og er ei ólíkt, að marga fleiri bæi
hafi aftekið á Mýrdalssandi og í Álftaveri.“ Þessu næst
segir Jón frá flótta Molda-Gnúps úr Álftaveri undan
jarðeldinum — eftir Landnámu, og heldur síðan áfram:
„En hvort þetta hlaup hefur verið það, er þeir gömlu köll-
uðu Sturluhlaup, er eg ekki í fullri vissu um, hvað að tók
nafn af því, að bóndi einn, að nafni Sturla, kom út um dag-
inn, en kona hans lá á sæng inni og hafði nýalið barn; sá
hann, nær út kom, til hlaupsins ofan af jöklinum, og
stefndi á bæ hans. Hann hljóp samstundis inn, greip reifa-
strangann úr faðmi konu sinnar í sænginni, hljóp svo út,
1) Safn t. s. Isl. IV 244-5.