Skírnir - 01.01.1947, Page 193
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
191
heimaslægjum og högum í hlaupinu 1625; bærinn var síð-
ar fluttur heim undir klaustrið, hvar hann nú stendur.“
I formála, sem séra Jón Steingrímsson ritaði fyrir safni
ritgerða um Kötlugos,1) er æði margt, sem snertir þetta
efni, og fer séra Jón enn eftir hinum margvíslegustu
heimildum. í sambandi við fyrstu gosin tilfærir hann frá-
sagnir Landnámu og ræðir um þær. Hann staðsetur Dyn-
skóga líkt og Jón Sigurðsson sýslumaður hafði gert og
segir söguna af katlinum, sem þar fannst. Út af frásögn
Landnámu af flótta Álftaversmanna vestur yfir sand seg-
ir hann: „Fjörustúfur einn, sem er á milli Herjólfsstaða-
fjöru (er áður kallaðist Dynskógafjara) og Höfðafjöru,
liggur undir Kerlingardal, og leikur almæli á hún hafi af
einhverjum þeim, er vestur flýðu undan téðu eldhlaupi,
verið gefin fyrir greiðvikni Kerlingardalsmönnum, sem
ei er órímilegt. Víst er, að fjaran hefur alla tíð óákærð
verið . . .“
Um eyðingu lands í þessu fyrsta hlaupi segir séra Jón,
að eyðzt hafi alveg land norðan Skálmar, milli Hafurs-
eyjar og Hólmsár: „Þeir bæir, sem meinast að af hafi
tekið í þessu hlaupi, eru áðurnefndir Dynskógar, Hrana-
staðir, Keldur, Loðinsvíkur og jafnvel Atlaey. Haldast
nokkur þessi örnefni ennþá við. Að í þessum plássum hafi
byggðir verið vill trúanlegt vera þar af, að þá þeir sýslu-
mennirnir, Einar og Hákon áðurnefndir, fengu einn ketil-
inn, þar Dynskógar höfðu staðið, létu þeir rannsaka hin
plássin, þar örnefnin voru og orð lék á, að byggðir hefðu
verið, og fundust þar ýmisleg kennimerki til mannaverka,
en ekkert annað fémætt.“
Næstu gos telur Jón öll hafa orðið Sólheima megin,
nema gos um 1000, sem hann hefur úr einum annál og
veit ekki frekar frá að segja. Þá kemur „Sturluhlaup"
1311. Kveðst séra Jón hafa séð margvíslegar frásagnir
(væntanlega í annálum), hvar það hafi verið, sumir telji
það hafa orðið á Breiðamerkursandi, aðrir að þá hafi
1) Safn t. s. ísl. IV 194 o. áfr.