Skírnir - 01.01.1947, Síða 197
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
195
og Árni nefna; um þá veit ég ekki neitt; en Súrnahóla
segja þeir hafa verið hjá Hofstöðum, og Kringlu fyrir
ofan Loðinsíkur (nærri upp undir jöklum, Árni; vall-
lendishólmar eða grundir milli Atlaeyjar og Loðinsíka,
Stefán).
Skrá Jóns Steingrímssonar er: Dynskógar, Keldur eða
Loðinsvíkur, Laufskálir, Hofstaður og auk þess Atley og
Hranastaðir. Hranastaði hefur sr. Jón væntanlega úr
Landnámu. í sambandi við hina bæina er rétt að minn-
ast ögn nánar á sögnina um eirketilinn. Árni Magnússon
segir, að á Hofstöðum fannst eftir hlaupið síðasta (þ. e.
1660) gamall ketill með járnhöldu; virðast hér varla líða
nema 30-40 ár frá því ketillinn finnst, þangað til Árni
skrifar klausuna. Jón sýslumaður Sigurðsson talar 1756
um eirketil, fundinn á Dynskógum á dögum sýslumann-
anna Einars og Hákonar Þorsteinssonar, sama segir
sr. Jón Steingrímsson tvívegis, en á einum stað (í eyði-
býlaskránni) getur hann um ketil, sem hafi fundizt á dög-
um Þorsteins sýslumanns Magnússonar, en það á ekki við
tímann, sem Árni tiltekur, en aftur kæmi það mætavel
heim, að við söguna hefðu verið riðnir synir Þorsteins.
Jón Steingrímsson bætir við, að þegar þeir fengu „einn“
ketilinn, þar sem Dynskógar höfðu verið, „létu þeir rann-
saka hin plássin þar örnefnin voru og orð lék á, að byggðir
hefðu verið, og fundust þar ýmisleg kennimerki til manna-
verka, en ekkert annað fémætt“. Og í Dynskógum fund-
ust tóftir. Þessar frásagnir sr. Jóns eru mjög merkilegar,
og virðist því líkast sem sýslumennirnir geri út nokkurs
konar fornleifarannsóknar leiðangur. Það er því eins víst,
að mikið mark sé takandi á orðum sr. Jóns, að á þeim
stöðum, sem hann tiltekur, hafi byggðarleifar fundizt.
'Eg skal hnýta hér við athugasemdum um legu stað-
anna. Atley er í f jarska við hina, norður í fjöllum. Af hin-
um eru Loðinsíkur nyrzt, og liggur þar gamli reiðvegur-
inn frá Hafursey á Hríssnesshólm; þar er nokkuð upp
gróið, en hraunhryggir hér og þar og sýnilega hraun undir
öllu því svæði. Laufskálar eiga að hafa verið þar sem
13*