Skírnir - 01.01.1947, Síða 198
196
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Laufskálavarða er nú, við bílveginn frá Skálmarbrú upp
í Skaftártungu; Laufskálavarða er hraunhóll og hraun
sýnilegt á ýmsum stöðum þar í grennd.
Dynskógar heita sunnan Skálmar, og liggur þar um bíl-
vegurinn meðfram ánni, austan frá Skálmarbrú og út á
sand. Heita Dý vestan við, en Selvaðsfit (ekki Selvogsfit,
eins og á kortum stendur) austan við. Þar eru einkenni-
legir, háir hraunhólar, og heitir einn hinn mesti þeirra
Rauðhóll. Kötluhlaup hafa farið yfir sléttlendið, og er þar
nú hvorki von skóglendis né rústa á yfirborði jarðar. —
Dynskógar vár fornbýli, svo sem síðar verður nánar um
rætt.
Loks eru Hofstaðir. Stað þeirra má marka á örnefninu
Hofstaðakvísl, sem er milli reiðvegarins um Loðinsíkur
og Hrútshálsafoss. Sé farið frá Laufskálavörðu litlu sunn-
ar en vestur, er fyrst lengi yfir sand að fara, síðan taka
við hraunhryggir og klettar, þá er enn sandur. Þá blasir
við drjúglangt í burtu hvítur foss, Hrúthálsafoss, eins og
ævintýri á þessu sléttlendi, og hjá honum og bak við hann
unaðslegar, grænar vinjar í auðninni, og ná þær allt upp
í Síkur. Þar renna um tærir bergvatnslækir, og er einn
þeirra Hofstaðakvísl. Einhvers staðar þar í grenndinni
hafa Hofstaðir verið. Hraun er þarna undir og um-
hverfis.1)
2) Eyðibýli sunnan og vestan Álftavers allt að Eyjará.
Heimildir um austustu býlin eru Árni og Stefán og ekkert
annað, og miklu er óvissara, hvort þetta hafi byggð ból
verið. Allur fjöldinn á að hafa verið suður af Álftaver-
inu; önnur, svo sem Dýranes, Sauðhellar, Niðurföll, ögn
vestar, en þó austan Bólhrauna. Bonkanes ,(les Bunka-?),
Litlaból og Höllustaði kannast Stefán ekki við. Sum nöfn-
in bera með sér, að þau eru engin landnámsbýli, svo sem
Selhraun, Sauðhellar og Smalaskáli (sem Stefán nefnir).
1) Geta má þess, að ekki virðast kvíslarnar renna allar eins og
á kortum stendur, þ. á m. sjálf Hofstaðakvísl. Þyrfti það athugunar
og lagfæringar við.