Skírnir - 01.01.1947, Side 200
198
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
landnámi sínu, ok gerðisk þar fjölbyggt, áðr jarðeldr rann
þar ofan, en þá flýðu þeir vestr til Höfðabrekku ok gerðu
þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli, en Vémundr son
Sigmundar kleykis leyfði þeim eigi þarvist; þá fóru þeir
í Hrossagarð . . .“ (375. kap.).
Af þessu má gizka á, hvenær þetta gos hafi verið. Sig-
mundur kleykir átti Arngerði, dóttur Þorsteins dranga-
karls, og verður að ætla, að Vémundur hafi verið þeirra
son. Sigmundur var son Önundar bílds, sem Gunnar Baugs-
son hafði drepið, en fjandskapur þeirra spratt af bardag-
anum við Sandhólaferju. Bróðir Sigmundar var Eilífur
auðgi, og voru þeir systursynir Marðar gígju. Þeir bræð-
ur hefndu föður síns. Sættir tókust fyrir tilstilli Marðar,
og urðu þeir bræður héraðssekir. Þá fékk Eilífur Þor-
kötlu, dóttur Ketilbjarnar gamla, en Sigmundur Arngunn-
ar. Eftir þessu hefur gosið naumlega getað verið fyrr en
um miðja 10. öld, og kæmi það vel heim við aldur niðja
Molda-Gnúps.
Hvers konar gos var þetta ? Fyrri tíðar menn töldu víst,
að það hefði verið Kötlugos, sem farið hefði austan Haf-
urseyjar. Þá hefði vaxið svo í Kúðafljóti, að skiljanlegt
var, að flóttamennirnir hörfuðu vestur eftir. — Að því er
ég bezt veit, er það Þorvaldur Thoroddsen, sem fyrstur
kom fram með þá kenningu,1) að hér væri að ræða um
hraungos, sem komið hefði úr Eldgjá, og hefði hraunið
runnið samtímis niður Álftaver og Meðalland, og því
hefðu menn leitað vestur eftir. Hann hyggur, að menn
hafi greint sundur jarðeld, sem eigi við hraungos, og jökul-
hlaup, eins og Kötlugosin eru.
I sambandi við þetta vildi ég benda á eftirfarandi
atriði:
Hraun er víða undir þar sem sagt er, að eyðibýli hafi
verið, bæði í landnámi Hrafns og Molda-Gnúps. Er það
þetta sama hraun, eða hafa hér orðið fleiri hraungos en
eitt?
1) Sjá Ferðabók III 130-33 og víðar.