Skírnir - 01.01.1947, Page 203
Skírnir Byggð á Mýrdalssandi 201
andi Höfðabrekkubæ, svo að þá stóð bærinn undir fjall-
inu). Þessi bugur eða hluti af honum hefur verið kallaður
Kerlingarfjörður, því segir svo í kaflanum um Eystein
Þorsteinsson, að keriingu rak af skipi hans í Kerlingar-
fjörð: „þar er nú Höfðársandr“ (376. kap.). Höfðársand-
ur er af sama uppruna og allur sandur sunnan þessara
hamra, af sama uppruna og Kötlutangi 1918: stafar frá
Kötluhlaupi einu eða fleirum. Hvenær þau hafi orðið, er
ekki vitað, en eins og fyrr var sagt hefur Jón Steingríms-
son eftir annál, að gos hafi orðið um 1000, en heimildin
er ókunn. Geta má þess, að Sigurður Nordal hefur einmitt
í þessu gosi þótzt finna skýringuna á jarteiknasögunni
um hest Þangbrands; hann hafi sokkið ofan í hvarf í
sandinum.
VI.
Næst kemur glögg vitneskja um Höfðárhlaup rétt fyrir
1179, en það er í frásögn Þorlákssögu hinnar yngri. Sjá
má, að þetta hlaup hefur verið mikið, hefur stórspillt
Höfðabrekkulandi og tekið af „marga bæi ok tvá þá, er
kirkjur váru á“. Þessir skaðar valda því, að prestskyld á
Höfðabrekku var sett niður um helming, úr tveim prest-
um og tveim djáknum í einn prest og einn djákn.1) Elzti
máldagi Höfðabrekku er talinn frá 1340; segir þar, að
kirkjan „á slíkt í heimalandi sem svarar til prestskyld [ar]
og djákns“. „Þangað liggja undir tvær hálfkirkjur og
sungið annan hvern dag að hvorri; tekur prestur tvær
merkur að hvorri; einn bær annar liggur þangað.“2) í
Höfðabrekkusókn voru á síðari tímum fjórir bæir auk
kirkjustaðarins: Kerlingardalur, Fagridalur, Hjörleifs-
höfði og Bólstaður. Síðastnefndur bær er sagður seint
byggður (í Reynishverfislandi) og er væntanlega yngri
en máldaginn. Hinir þrír eru landnámsjarðir. En á hverj-
um þeirra voru kirkjur? Kerlingardalskirkju er getið í
1) Bisk. I 2S2-3.
2) D. I. II 741.