Skírnir - 01.01.1947, Side 207
Skírniv
Byggð á Mýrdalssandi
205
VIII.
Enn er eftir vitnisburður máldaganna, fátæklegur, en
þó næsta merkur. Því miður verður að leita til 14. og 15.
aldar máldaga, því að flestir hinna eldri eru týndir, og
allir, sem varða þetta mál.
Fyrsti máldagi Þykkvabæjarklausturs, sem varðveitt-
ur er, er frá árinu 1340. Þar eru taldar jarðir klausturs-
ins, og er byrjað vestast og fylgt röð. Fyrst eru Mýrdals-
bæir, og endar á: „Af Vík 2 hdr. vöru og 2 vættir smjörs
og 12 aurar í salti. Af Fagradal hálft annað hundrað. Af
Stapalandi 10 fjórðungar smjörs og fæða 2 naut. Af Holti
3 merkur. Af Skáldabæ 6 merkur. Af Jórvík 3 merkur. Af
Mýrum 3 merkur. Af Söndum 3 merkur,“ og hefst með
því upptalning Meðallandsjarða. Þá eru ítölujarðir „ . . .
Af Ósabakka (víst í Meðallandi) hálfur fjórðungur osts.
Af Hraunbæ 4 hrossa og 20 klyfjar á veturinn af töðu;
fjórar vættir í klyfjar. Af Dunskógum hálfur fjórðungur
osts. Af Herþjófsstöðum fæða 2 kýr og 4 vetrunga. Fæða
4 vetrunga í Skáldabæ um fram landskyld. 1 Hlíð (Skaft-
ártungu) hálfur fimmti fjórðungur smjörs. Fjórðung osts
í Ása ytri. I Lágey beit hesta á vetrinn. Beit 20 oxna gam-
alla á Höfðabrekkuheiði á sumar . . . Staður á alla reka
hálfa í Höfða. Hann á Hafnarnessfjöru með prestskyld
6 aura . . . Hálfan allan reka á Dunskógafjöru . . .“
I máldaganum frá 1523 er horfið Stapaland úr tölu
klaustrajarða, en staðurinn hefur m. a. eignazt Höfða,
Hraunbæ og Herjólfsstaði. Lágey er horfin, enda kemur
hún ekki aftur fyrir. 1 Gíslamáldaga er getið um sömu
fjörueign og í máldaganum 1340. í jarðabók klaustursins
1645 er talinn Hjörleifshöfði, Skálmarbær, Jórvík, Holt,
Herjólfsstaðir, Sauðhúsnes; 1696 er bætt við Hraunbæ
og Hraungerði, en 1769 að auki Bólhraunum og Norður-
hjáleigu.
Þessir listar eru ekki alls ófróðlegir. í máldaganum eru
nefndir sömu bæir í Álftaveri og enn eru þar, nema Sauð-
húsnes og Hraungerði (nefndir 1645 og 1696) og loks