Skírnir - 01.01.1947, Page 209
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
207
Ekki er hægt að vita með vissu, hvenær Dynskógar
hafi farið í eyði. Ef trúa mætti Oddamáldaga 1480, hefði
það gerzt eitthvað síðar en hann er gerður. En þess ber
að gæta, að þó að bærinn væri farinn í eyði, mundi sá, er
máldagann reit, ekki flýta sér að má klausuna út fyrr en
séð væri, að býlið yrði ekki framar byggt. Líklega munar
hér þó ekki mörgum árum. Eftir því hefur bærinn ekki
farið í auðn fyrr en seint á 15. öld. Var það, sem því olli,
ef til vill stórkostlegt eldgos, sem alveg hefur fallið í
gleymsku? Eða var það sandfok ár eftir ár, áratug eftir
áratug?
Dynskógar hljóta í öndverðu að hafa verið í tölu meiri
háttar bæja, eins og títt er um landnámsjarðir. Og líklega
hefur jörðin haldið einhverju af gæðum sínum nokkuð
lengi fram eftir. Henni hefur fylgt fjara, og er hún þó
langt frá sjó. Hver veit, nema þar hafi einhvern tíma
staðið kirkja, sem þurfti rekaviðar. Spyrja má, enginn er
til að svara. Árið 1340 hefur klaustrið verið búið að kom-
ast yfir hálfa reka á Dynskógafjöru. En fjaran helzt
sjálfsagt í eigu jarðarinnar, meðan byggð er í Dynskóg-
um. Og nafnið Dynskógafjara er varðveitt allt til þessa
dags. Gleggst hefur mér frá henni sagt Hannes Hjartarson
á Herjólfsstöðum, og skýrir hans sögn sumt, sem óljóst er
í eldri frásögnum. Sé farið austan að, er fyrst Herjólfs-
staðafjara, og er það hálf fjara (600 faðmar), þá tekur
við Dynskógafjara, er það heil fjara og skiptist í tvennt;
eystri helmingur liggur undir Herjólfsstaði, hinn vestri
undir Kerlingardal; þá tekur við Höfðafjara. Ekki kann
ég að rekja, hvernig Dynskógaf jara hefur komizt í eigu
þessara jarða, en fræðimenn 18. aldar segja þá sögu, að
menn austan að hafi gefið Kerlingardalsmönnum fjöruna
í launa skyni fyrir hjálp, þegar þeir flýðu út í Mýrdal
undan eldgosi. Þeir halda, að þetta hafi gerzt í fornöld,
á tímum jarðeldsins, sem Landnáma talar um. Líklegra
er þó, að fjaran hafi komizt í eigu Kerlingardalsmanna
síðar, þegar Dynskógar eyddust að fullu.1)
1) Fjöru, „liggjandi milli Höfðafjöru og Herjustaðafjöru“,