Skírnir - 01.01.1947, Side 213
Sigurður Guðmundsson
Bréf frá Kaupmannaliöfn 1850
[í síðasta árgangi Skírnis segir frá Sigurði Guðmundssyni mál-'
ara, og er þar minnzt á veru hans í Kaupmannahöfn. Frá því efni
er greint nokkru nánar í bréfi því, sem hér fer á eftir og Sigurður
ritaði föður sínum, eftir að hann hafði dvalizt einn vetur í Kaup-
mannahöfn. Bréfið er 1 Lbs. 1827, 4to, innan um bréf ýmissa ís-
lendinga til Gríms Thomsens, og er það svo átakanlegt og lýsir svo
vel hag og hug Sigurðar, að vel á við að prenta það í Skírni sem
viðbæti við grein Lárusar Sigurbjörnssonar í fyrra.]
Kaupmannahöfn, þann 22. Maí 1850.
Elskulegi faðir.
Margt er þér í fréttum að segja, en fyrir þá sök að tím-
inn er naumur, og verð eg því að fara fljótt yfir. Margt
er að sjá, og væri seint að segja frá því öllu, og hefi
eg því ásett mér að segja frá því stærsta af sögu minnar
æfi, eins og hún hefir til gengið frá því fyrsta og til þess
seinasta.
Eg kom fyrst til Hafnar þann 20. September 1849 og
til málarameistara Holm þ. 24., og sagði hann mér strax
upp alla skilmála; fyrst að ef eg vildi vera hjá sér, þá
yrði eg að vera í 5 ár og gæti ekki lært annað en að mála
innan hús og skápa og rúm, því hann kenndi ekki annað,
og vildi ekki, þó hann gæti, og þar að auki yrði eg að
leggja mér til öll klæði. Mér varð seint til svara, sem
menn mundu gera ráð fyrir, þar er eg stóð þar einn og
kunni ekki að svara fyrir mig orði, og urðu það mín úr-
ræði, að eg beiddi hann að fylgja mér til einhvers íslend-
ings, en hann færðist undan því og sagði mér strax að
fara að vinna. Eg gerði svo og fór að fylla upp með lím
rifur og kvistholur á rúmgöflum eftir hans fyrirskipan,
14*