Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 15
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i
TMM 2012 · 2 15
hann við ljósmyndun á fólki, söfnun hársýna, og lýsingu fingrafara og augna
(sjá mynd 3). Flokkar Hootons (1946) skjóta víða upp kollinum, t.d. „Írska
gerðin“ (Jens Pálsson og Schwidetzky 1975). Ljósmyndir hans báru með sér
yfirbragð hlutlægni og hlutgervingar, settar saman af portrettum og and-
litsprófílum sem minna bæði á kynþáttamannfræði og lögregluljósmyndun.
Sjaldan, ef nokkurn tímann, minnist hann beinlínis á yfirsátaröð kynþátta
eða þjóða, en í viðtölum við dagblöð og í tali hans mátti þó stundum greina
útlínur kynþáttahyggju. Í hans augum voru Íslendingar „heildstæður og
sterkur stofn“ (Morgunblaðið 1955, 1959; sjá einnig Tímann 1961 og Jens
Pálsson 1967b).
Jens rannsakaði líka samfélag Íslendinga í Kanada. Meðal annars heim-
sótti hann Manitóba fjórum sinnum frá 1958–1978 og skoðaði og mældi
afkomendur íslenskra „landnema“. Þetta verkefni – dæmi um það sem Glick
Schiller (2005) kallar fjarhyggju (long distance nationalism), að tilheyra
líffræðilega þvert á landamæri – fékk gríðarlega góðar móttökur, bæði í
Manitóba (Lögberg-Heimskringla 1977:3) og á Íslandi. Jens mældi, flokkaði
og ljósmyndaði hundruð kanadískra Íslendinga. Börnin sagði hann að væru
„heilbrigð og vel sköpuð“ (Lögberg-Heimskringla 1978:5). Og ljósmyndirnar
voru aftur stílfærð portrett og prófílmyndir, með áherslu á hlutlægni.
Íslenskt dagblað í Manitoba sagði frá verkefninu í frétt sem bar yfirskriftina
„Tvær þjóðir, eitt hjarta“ (Lögberg-Heimskringla 1993).
Þrátt fyrir öflug almannatengsl, umfangsmikla gagnasöfnun í áratugi,
Mynd 3. ,,Mannfræðisafn – Ljósmyndir Jens Ó. P. Pálssonar‘‘ (Ólöf Nordal
2012).