Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2012 · 2 bókinni enda hefur það komið á daginn að sú blanda af „veruleika“ og „skáld- skap“ sem verkið býður upp á er það svið sem umræðan um bókina hefur að mestu einskorðast við. Það er miður vegna þess að sú umræða hefur að mestu leyti farið fram á forsendum særðra tilfinninga, misboðins stolts, háðs og útúrsnúninga og slík bók- menntaumræða er lítils virði. Hér verð- ur fallist á þá skilgreiningu Hallgríms að verkið sé skáldsaga og það greint og metið sem slíkt. Minna má á að aðferð Hallgríms er síður en svo nýstárleg og heldur ekki í fyrsta sinn sem hann bygg- ir skáldsagnapersónur sínar á „fólki sem lifði og dó“. Það gerði hann til að mynda einnig í Höfundi Íslands þar sem Hall- dór Laxness er helsta fyrirmyndin. Hall- grímur notar líkt og ótal höfundar – gott ef ekki flestir – fyrirmyndir úr raunveruleikanum en spinnur sína skáldskaparþræði útfrá þeirri uppistöðu sem hugmynd hans byggir á. Fyrir rúmri hálfri öld fullyrti Þórbergur Þórðarson að „flestar „tilbúnar“ pers- ónur [séu] uppsmíðun úr lífinu“ (Í kompaníi við allífið, 1959: 19). Og hann hnykkti á þeirri skoðun með eftirfar- andi orðum: „Íslendingar eru svo þunn- ir í skáldskaparmati, að þeir halda að ekkert sé skáldskapur nema maður „skapi persónur“ og sköpunin er venju- lega ekki frumlegri en svo, að höfund- arnir taka persónur, sem þeir hafa þekkt úr lífinu eða haft sagnir af og hnoða úr þeim bókmanneskjur“ (Í kompaníi við allífið, 1959: 99). Tilefni orða Þórbergs er umræðan um að skrif hans séu ekki „sannleikanum“ samkvæm. Slíka umræðu telur hann ómerkilega og vitn- ar í Oscar Wilde: „Bækur eru annað- hvort skemmtilega eða leiðinlega skrif- aðar. Það er allt og sumt“ (Í kompaníi við allífið, 1959: 18). Konan við 1000° er ekki leiðinlega skrifuð bók. Þvert á móti er hún skrifuð af svo miklu fjöri og hugarflugi að það hlýtur að vera nokkur vandi að hrífast ekki af stílnum og með þeim straumi sem frásögnin er. Það má telja merkilega þverstæðu að íslenskir lesendur efast gjarnan um sannleiksgildi ævisagna en lesa skáldskap hins vegar sem sannleika um lifandi (eða dáið) fólk. Í því sem á eftir fer verður ekki dvalið við mörk veruleika og skáldskapar í Konunni við 1000° en hins vegar verður hugað að textatengslum (íslenskum sem erlend- um), persónusköpun og stíl, auk þess sem reynt verður að leggja mat á bók- menntalegt gildi verksins.1 Textatengsl Eitt af höfundareinkennum Hallgríms Helgasonar er hvernig hann nýtir sér og „endurvinnur“ þekkta bókmenntatexta í skáldverkum sínum. Hallgrímur leitar fanga í þekktum verkum viðurkenndra stórskálda. Í 101 Reykjavík eru texta- tengsl við Hamlet, í Höfundi Íslands við Sjálfstætt fólk og í Roklandi við Don Kíkóta, svo dæmi séu tekin.2 Aðalpers- óna Konunnar við 1000°, Herbjörg María Björnsson, er meira en lítið skyld karlfauskinum Tómasi Jónssyni, sem í samnefndri Metsölubók Guðbergs Bergssonar liggur háaldraður og kar- lægur í kjallaraíbúð sinni og skrifar hugleiðingar sínar í sautján stílabækur. Tómas er kominn að fótum fram, er með súrefniskút við rúmið og leigendur hans, Anna/Katrín og Sveinn, aðstoða hann við hans daglegu þarfir. Skrif Tómasar bera þess merki að þar heldur gamall og jafnvel elliær karl á penna. Þar ægir öllu saman sem endurspeglar ringulreið hins ruglaða huga. Aðalpers- óna Hallgríms er hins vegar hvorki rugl- uð né elliær, þótt hún sé áttræð og kar- læg líkt og Tómas, og hugleiðingar hennar um líf sitt eru aldrei óreiðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: