Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 113
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 113
mund, hvort hún las mikið eða ræddi
við fólk. En við lestur kaflans kom
ósjálfrátt upp í hugann sú óþægilega til-
finning að efnið væri hraðsoðið. Ég ætla
að safna saman nokkrum staðhæfingum
eða rökum og orðum Æsu og leggja út af
þeim, jafnvel andmæla. Því miður er
ekki rými til að sinna öllu sem þyrfti en
ég vona að hér fari á eftir málefnalegt
innlegg í brýna umræðu um Listasög-
una, eins þótt svið mitt sé þröngt og ég
leikmaður (og sonur Guðmundar).
Skáletruð orð lýsa inntaki þeirra
málsgreina Æsu sem ég kýs að fjalla um.
Náttúrurannsóknir og upphafin
náttúrudýrkun?
Guðmundur á að hafa sett (væntanlega
meðvitað) listiðkun sína í beint sam-
hengi við rannsóknir á náttúrunni.
Hann var sem ungur maður styrktur af
íslenska ríkinu til að kanna, í tvö sumur,
nýtanleg jarðefni, einkum leir. Síðar fór
hann í margar ferðir um hálendið, auk
þess að stunda veiðar. Mér er hulin ráð-
gáta hvernig skammæjar leirrannsóknir
með sérfræðingi og skemmti-, fjall-
göngu- eða skoðunarferðir með fjöl-
skyldunni eða Fjallamönnum geta hafa
fengið listamann til að setja 40 ára list-
iðkun í beint samhengi við náttúru-
rannsóknir, eins þótt hugtakið „rann-
sóknir“ sé notað býsna frjálslega. Nær
væri að segja að grúsk eða ferðir Guð-
mundar sem leikmanns í náttúrufræð-
um hafi verið honum frjálsleg upp-
spretta hugmynda í listum.
Önnur orð Æsu, næstum samhljóða
orðum Björns Th. Björnssonar, um upp-
hafna náttúrudýrkun hans eru lík gild-
ishlaðinni nútíma orðræðu í náttúru-
vernd. Þau eru fjarri því að lýsa áhuga
og þekkingu Guðmundar á náttúru
margra landa og virðingu fyrir eða gleði
yfir margbreytileika hennar sem hann
reyndi að túlka. Stundum með því að
ýkja, skálda að fullu eða herða á, líkt og
spunamenn í listum freistast til. Til-
gangur Guðmundar með því að gera
nákvæmlega svona er að svala innri
þörf. Hver hún sé og hvað hana megi
kalla af sanngirni, geta menn rætt um.
Hún segir hann líka hafa verið fjalla-
dýrkanda. Má vera, en hvað með dýra-
dýrkanda, frumbyggjadýrkanda, fugla-
dýrkanda eða haustgróðurdýrkanda?
Gæti verið að áhugi Guðmundar á fjöll-
um, gróðri og jöklum hafi verið álíka
fjarri einhvers konar dýrkun og dálæti
Kjarvals á mosa og hrauni var því fjarri;
eða áhugi Snorra Arinbjarnar á húsum
og götum; áhugi Gunnlaugs Blöndal á
konum? Hvað mætti kalla áhuga þessara
málara á sínum mótífum? Sú spurning
vekur líka aðra. Voru þessir málarar að
setja listiðkun í beint samhengi við
rannsóknir á sínum algengustu mótíf-
um?
Auk þessarar fjalla- og náttúrudýrk-
unar á Guðmundur að hafa samhæft
sjónrænar fyrirmyndir að þessari nátt-
úrudýrkun (hvað sem slík orðræða
merkir) fremur en að náttúran væri
honum uppspretta tjáningar á þann
expressjónístíska hátt sem hún var til
að mynda Ásgrími Jónssyni og Kjarval.
Þvert á móti þessum orðum Æsu tel ég
Guðmund oftar en ekki hafa verið að
túlka landslag huglægt og skálda nátt-
úru sem expressjónisti og hef um það
fjölmörg dæmi, einkum í vatnslita-
myndum og sumum eldri olíumyndum.
Raunar er æsileg og hraðmáluð olíu-
mynd hans af Grímsvatnagosi 1934, sem
skreytir heilsíðu í Listasögunni, býsna
expressjónísk, a.m.k. ekki síður en
sumar myndir þeirra íslensku málara
sem taldir eru að einhverju leyti
expressjónískir. Hve margar myndir í
ætt við hana eða lausbeislaðar haustlita-
myndir Guðmundar hafa listfræðingar
séð? Bera má saman sumar myndir