Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 122
Á d r e p u r
122 TMM 2012 · 2
frá upphafi átt að vera valdatæki í hönd-
um Sovétríkjanna eins og Hannes
Hólmsteinn heldur fram. Þetta var
raunar þriðja atlagan frá 1864 að því að
skipuleggja alþjóðasamband sósíalískra
verkalýðsflokka. Það átti í öndverðu að
stuðla að alþýðubyltingu um heim allan
einsog Trotskí vildi áfram stefna að.
Kommúnistar úr öllum áttum töldu sig í
fyrstu hafa sitt af hverju til málanna að
leggja á þingum sambandsins til jafns
við rússneska félaga sína. Að sjálfsögðu
var sambandinu líka ætlað að standa
alþjóðlegan vörð um ‘hið unga ríki
verkalýðsins’ og styrkja það eftir mætti
einsog birtist til dæmis í því grátbros-
lega átaki um 1930 þegar íslenskt verka-
fólk safnaði fyrir einum traktor handa
sovéskum bændum. Jafnframt var stjórn
sambandsins ætlað að veita öllum
verkalýð hollráð í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum á þeirra eigin heimaslóð og í
því skyni voru meðal annars tveir skólar
starfræktir í Moskvu um áratug uns
þeim var lokað 1938.
Síðastnefnda atriðið varð að sjálf-
sögðu lítið annað en nafnið tómt, því
stjórn alþjóðasambandsins gat varla haft
hundsvit á aðstæðum í hverju landi fyrir
sig. Hún hlaut því að fara að mestu eftir
lýsingum og tillögum heimamanna, en
eftir reglum sambandsins þurfti stjórn
þess vitaskuld að samþykkja þær form-
lega fyrir sitt leyti. Þetta gat stundum
orðið nokkuð snúið, þegar menn voru
ekki sammála heimafyrir, einsog kátlega
sást í ‘réttlínustandinu’ á Íslandi árin
1932–34.
Hitt atriðið, að halda uppi vörnum
fyrir Sovétríkin í stað þess að stuðla að
heimsbyltingu, varð smám saman aðal-
atriðið í stefnu Komintern eftir því sem
Stalínsklíkan náði meiri tökum á sam-
bandinu. Alþjóðasinnuðum kommún-
istum innan þess var útrýmt hverjum á
fætur öðrum. Í samræmi við þetta var
sovéthollum kommúnistum skipað að
berjast gegn öðrum sósíalískum hreyf-
ingum. Þetta spilaði á fjórða áratugnum
upp í hendurnar á bæði Hitler í Þýska-
landi og Franco á Spáni. Í raun varð
Komintern algerlega máttlaust eftir rétt-
arhöldin miklu 1938, uns það var form-
lega lagt niður árið 1943.
Eigin reynsla
Einsog áður var nefnt komst undirritað-
ur í nokkra snertingu við alþjóðamál
þegar hann var fulltrúi Stúdentaráðs
Háskóla Íslands hjá Alþjóðasambandi
stúdenta (IUS) í Prag árið 1956–57. Í
samræmi við aðra þróun kalda stríðsins
höfðu flest önnur stúdentasamtök í V-
Evrópu þá sagt sig úr því, en eftir sátu
aðallega samtök frá þriðja heiminum og
hinum svokölluðu sósíalísku löndum. Í
anda ‘slökunarstefnunnar’ um miðjan 6.
áratuginn bauð IUS öðrum stúdenta-
samtökum ‘takmarkaða aðild’ (associate
membership) þar sem þau voru ekki
endilega háð samþykktum alþjóðasam-
bandsins en nutu samt ýmissa hlunn-
inda. Sum landsamtök stúdenta ræddu
þennan möguleika, svosem í Englandi,
Frakklandi og Finnlandi, en SHÍ var hið
eina sem hafði tekið þetta skref áður en
innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland
haustið 1956 batt enda á þessa slökun
um langa hríð. Þarf ekki að fara í graf-
götur um að íslenskir stúdentar væntu
sér einkum ódýrra ferðalaga með þessu
móti.
Fyrir hálfgerðan grænjaxl í þessum
efnum var mjög lærdómsríkt að kynnast
stúdentum frá þriðja heiminum, einkum
þeim sem voru að berjast fyrir sjálfstæði
þjóða sinna undan nýlenduveldum sem
enn höfðu ekki verið brotin á bak aftur.
Ekki var síður forvitnilegt að uppgötva
hversu áhugalausir svonefndir stúdenta-
foringjar frá Sovétinu og fylgiríkjum
þess voru um sósíalisma eða pólitískar