Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 38
R u s s e l l E d s o n
38 TMM 2012 · 2
Jæja, sofðu vel, og kannski sjáumst við á morgun, segir bíllinn.
Sömuleiðis … Góða nótt, segir maðurinn, um leið og hann gengur í
burtu.
API
Þú hefur ekki klárað apann þinn, sagði móðir við föður sem var með apahár
og blóð í skegginu.
Ég er búinn að fá nóg af þessum apa, orgaði faðirinn.
Þú borðaðir ekki hendurnar og ég sem hafði fyrir því að búa til laukhringi
á fingurna, sagði móðirin.
Ég narta bara aðeins í ennið og þá verð ég búinn að fá nóg, segir faðirinn.
Ég setti hvítlauksfyllingu í nefið, alveg eins og þér finnst svo gott, sagði
móðirin.
Af hverju læturðu slátrarann ekki búta þessa apa niður? Þú setur allt flykkið
á borðið á hverju kvöldi; alltaf sama skaddaða hauskúpan, alltaf sami sviðni
feldurinn, eins og lífið hafi verið murkað úr honum. Það er ekki hægt að
kalla þessi ósköp kvöldverð, þetta eru krufningar.
Fáðu þér smábita af gómnum, ég setti brauðfyllingu í munninn, sagði
mamman.
Úff, þetta lítur út eins og munnfylli af ælu. Hvernig á ég að geta bitið í
kinnarnar á meðan brauðið vellur út úr kjaftinum? æpti faðirinn.
Brjóttu annað eyrað af, þau eru svo stökk og góð.
Ég mundi svo sannarlega óska þess að þú færðir þessa apa í nærbuxur; þó
ekki væri nema í pungbindi, æpti faðirinn.
Hvernig vogarðu þér að vera með þessar dylgjur og gefa í skyn að ég líti á
apann sem eitthvað annað en bara kjötmeti, æpti móðirin.
Jæja, hvað er þá með þennan borða sem þú hefur bundið um skaufann á
honum? æpti faðirinn.
Ertu að segja að ég sé ástfangin af þessari siðlausu skepnu?
Að ég bjóði þessum rudda að njóta kvenlegrar blíðu minnar? Að ég myndi
setja hann í ofninn eftir að við hefðum gert það á eldhúsgólfinu og ég væri
búin að berja hann í hausinn með steikarapönnu og legði hann svo á borð
fyrir eiginmann minn og að eiginmaður minn skóflaði svo í sig sönnunar-
gögnum ótryggðar minnar …
Ég er bara að segja að ég er orðinn dauðleiður á að fá apa á hverju kvöldi,
æpti faðirinn.