Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 26
S t e i n a r B r a g i 26 TMM 2012 · 2 hjá konunum og spjalla, en stundum er eins og hann geti ekki mannað sig upp í það, honum finnst það lýjandi. Hann lætur nægja að sinna skyldum sínum, þrífa herbergin og búa um rúmin, sendast með drykki, setja saman blómvendi eða annast þær sem eru í þjónustu um kvöldið. „Þrúgandi,“ tautar hann fyrir munni sér og kjálkinn lafir jafnvel neðar svo- litla stund. Þá er hóað, hann stendur upp, hlustar og hverfur inn í skuggana. * * * Pilturinn er tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur og heitir Finnur Jóns- son. Nokkrum árum áður en saga þessi gerist sagði Finnur upp vinnunni í heimalandi sínu, seldi íbúðina sem hann átti að hluta og lagði upp í ferðalag um Evrópu, nokkuð sem hann hafði alltaf dreymt um að gera. Fljótlega kom í ljós að peningarnir hans dygðu skammt og þá gerðist hann puttaferðalangur, svaf á lestarstöðvum eða undir brúm, betlaði jafnvel stundum á götum úti og var hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Hann var frjáls og á hverjum degi uppgötvaði hann nýjar hliðar á heiminum og sjálfum sér. Eitt sinn gaf arabískur maður sig á tal við Finn á götuhorni á Ítalíu og bauð honum vinnu í heimalandi sínu Yemen við að byggja hús; flugfarið hans suður yrði greitt, húsnæðið ókeypis og starfið vel borgað. Finnur sá í hendi sér að þetta væri gott tækifæri, sagðist fús til að prófa allt einu sinni og hló eins og eitthvað væri kómískt við slíka lífs-fílósófíu. Því næst flaug Finnur til Eþíópíu ásamt arabanum og tveimur jafnöldrum hans frá Rússlandi, og frá Eþíópíu var þeim smyglað yfir landamærin til Yemen – svo þeir gætu unnið á svarta markaðnum var þeim sagt. Í einum af eyðimerkurbæjum Yemen lét arabinn Finn í hendur tveggja kraftalegra manna sem leiddu hann inn í sal þar sem tuttugu eða þrjátíu sloppaklæddir arabar sátu meðfram veggjum og virtu hann fyrir sér. Finni var sagt að mennirnir væru allir í leit að vinnuafli og fljótlega upphófst rifrildi á milli nokkurra þeirra sem virtist snúast um hann sjálfan og peninga sem þeir veifuðu í átt að manni í miðju salarins. Finnur var beðinn um að afklæðast til að þeir sæju hversu vel hann væri á sig kominn og hann barði niður í sér óttann, sýndi mönnunum stæltan líkama sinn og leyfði einum þeirra að snerta við ljósu hárinu á höfðinu. Á endanum dró einn af aröbunum fram búnt af peningum og afhenti fylgdarmönnum Finns. Þá var hann leiddur upp í bíl og ekið gegnum eyði- mörkina, inn í borgina Sanaa og eftir þröngum, kaótískum götum hennar þar til þeir komu að byggingu sem var fjórir veggir en kannski ekki nema einn. Dyrnar á veggnum opnuðust snöggt og bíllinn hvarf inn um þær. 2. kafli Fyrst um sinn dvaldi Finnur í einu gestaherbergjanna efst í byggingunni þaðan sem var útsýni yfir alla borgina, moskurnar, sólsetrið, og glitti jafnvel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.