Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 119
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 119 Ég hef margsinnis greint frá ‘Stasi- ævintýri’ mínu, fyrst í morgunútvarpi hjá Páli Heiðari Jónssyni veturinn 1980–81 og seinast í tímaritinu Þjóð- málum, 4. hefti 2006, s. 28–32. Þar má glöggt sjá að ekki er heil brú í atburða- lýsingu Hannesar. Því skal bætt við, að tilmæli Stasi bárust mér ekki fyrr en sumarið og haustið 1963, hálfu ári eftir að njósnatilraunir Sovétsendiráðsins í Reykjavík komust í hámæli. Á s. 376 segir: „Miðstjórn austur- þýska flokksins veitti aftur íslenskum námsmönnum fjárstyrk og fararleyfi til Hamborgar fyrir bæjar- og sveitastjórn- arkosningar 1962. Þá voru […] þau Árni Björnsson og Vilborg Harðardóttir í Greifswald.“ Við Vilborg fórum til Kaupmanna- hafnar að kjósa og greiddum ferðina sjálf, enda vorum við ekki námsmenn. Á s. 380 segir um SÍA: „Framhalds- stofnfundur var haldinn í Reykjavík 2.–3. ágúst 1958. Á meðal þeirra, sem störfuðu eitthvað í SÍA næstu ár voru […] Árni Björnsson, Vilborg Harðar- dóttir, Ólafur Hannibalsson og Þorgeir Þorgeirsson í Tékkóslóvakíu.“ Við Vilborg fluttumst heim frá Tékkóslóvakíu haustið 1957. Á s. 439 segir: „Hann [Ingimar Jóns- son] varði innrásina í Tékkóslóvakíu á fundi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna í nóvember 1969, þar sem Árni Björnsson var til andsvara.“ Þetta er óneitanlega heldur ónákvæmt þar sem ég var fyrri framsögumaður á þessum fundi, en Ingimar hinn seinni. Ári áður hafði mér hinsvegar verið synj- að máls um sama efni hjá Kvenfélagi sósíalista 15. okt. 1968. Þar var fram- sögumaður Ingimar Erlendur Sigurðs- son rithöfundur. Á s. 487 er reynt að nota innrásina í Afganistan 1979 til að snúa út úr þeirri staðhæfingu minni að Sovétríkin hefðu aldrei ráðist yfir þau mörk sem samið var um í stríðslokin 1945. Um Afganist- an var ekkert samið 1945, enda var landið utan allra stríðsátaka 1939–1945. Á s. 499 segir: „Til dæmis sögðu þeir Árni Björnsson, Hjalti Kristgeirsson og Loftur Guttormsson sig úr ritnefnd Réttar í ársbyrjun 1982 til að mótmæla minningargrein Einars Olgeirssonar þar um Míkhaíl Súslov.“ Hér vantar nafn Svövu Jakobsdóttur sem einnig sagði sig úr ritnefndinni. Á s. 500 segir um landsfund Alþýðu- bandalagsins haustið 1983: „varð SÍA- maðurinn Vilborg Harðardóttir, eigin- kona Árna Björnssonar þjóðháttafræð- ings, varaformaður.“ Þegar hér var komið sögu höfðum við Vilborg verið skilin í fimm ár. Sömu ónákvæmni gætir þegar segir um haust- ið 1987: „Mörður, sonur SÍA-hjónanna Árna Björnssonar og Vilborgar Harðar- dóttur“, en reyndar má til sanns vegar færa að við höfum eitt sinn verið ‘SÍA- hjón’. Allt eru þetta smámunir og raska ekki heildarmynd höfundar, en sýna samt að honum er einkar ósýnt um að fara rétt með. Meginspurningin er hins- vegar hvort heildarmyndin sé líka röng. Og það er hún, meira að segja kolröng, og er til vitnis um afar takmarkaða söguvitund höfundar. Það eru nefnilega engir smámunir þegar hundruð og þúsundir af hrekk- lausu alþýðufólki, mannvinum og þjóð- hollum mönnum eru kynnt til sögunnar sem annaðhvort fantar eða fífl. En hætt er við að sú verði ályktunin hjá ósögu- fróðum lesendum þessarar bókar. Og reyndar hafa nokkrir menn, sem ættu að hafa lágmarks söguþekkingu, glæpst á að taka mark á hinni brengluðu sögu- sýn höfundar. Aðrir hafa vissulega bent á einstakar villur í framsetningu bæði Hannesar og Þórs Whitehead í nýlegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: