Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 98
S i g u r ð u r Pá l s s o n
98 TMM 2012 · 2
alíteti. Baráttan stendur ekki um hverja setningu, ekki einu sinni um hvert orð heldur
beinlínis hvert atkvæði.
Tilfinningar skýrar, hreinar. Minna á tilfinningar barna, geðsjúklinga, þroskaheftra
etc. án þess þær séu neitt af þessu. Rólegur virðuleiki, barnslegur hátíðleiki yfir
þessum leikverum. Fastar í ping-pong-veröld tvennunnar.
Þessi tvenna gæti verið persónur á elliheimili, fangelsi, geðveikrahæli en líka hvaða
par eða hjón sem er, hvaða tvenna sem er, hvar sem er í veröldinni. Grátbrosleg mynd
af mannskepnunni og hlutskipti hennar.
Svo kom sumarið 2008. Þegar ég hugsaði til Utan gátta varð ég órólegur.
Bjóst við herfilegum viðtökum gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda, verkið er
sérkennilegt, það hefur ekki alltaf verið tekið mjög vel á móti slíku.
Leikhús er að mörgu leyti íhaldssamt fyrirbæri, sérstaklega í jafn ein-
sleitu þjóðfélagi og því íslenska. Hvers vegna? Vegna þess að það getur aldrei
komist mjög langt frá móttökuhæfni áhorfenda, það er háð áhorfendum.
Í ágúst 2008 uppgötvaði ég bækur Eckhart Tolle. Hann er andlegur kenn-
ari og leitandi fremur en leiðtogi. Höfundur til dæmis bókanna Mátturinn í
núinu, The Power of Now og Ný Jörð.
Ég fann eftirfarandi paragraf í Nýrri Jörð:
„Það sem þú skynjar ef til vill sem rödd í höfðinu á þér er þagnar aldrei er straumur
endalausrar og áráttukenndar hugsunar. Þegar hver einasta hugsun gleypir athygli
þína gersamlega, þegar þú ert svo samsamaður röddinni í höfði þínu og tilfinn-
ingunum sem fylgja henni að þú týnir sjálfum þér í hverri einustu hugsun og til-
finningu, þá ertu algerlega samsamaður formi og þess vegna í greipum égsins. Égið
er samansafn endurtekinna hugsanaforma og skilyrtra andlegra-tilfinningalegra
mynstra með skynjun á ég, með skynjun á sjálf. Ég kemur til sögunnar þegar Ver-
undarskynjun þín, „ég er“, sem er formlaus vitund, rennur saman við form. Þetta er
það sem felst í samsömun. Þetta er gleymska Verundar, frumvillan, skynvilla hins
algera aðskilnaðar sem gerir veruleika að martröð.“
Ég verð að segja eins og er, mér fannst eins og Tolle væri beinlínis að tala
um leikverkið Utan gátta. Ég fann margt fleira í bókum hans en læt þessa
tilvitnun nægja. Þessir þankar róuðu mig algjörlega, nú fannst mér ég vita
um hvað Utan gátta snerist, verkinu er að einhverju leyti stefnt gegn ófrjórri
áráttuhugsun mannskepnunnar.
Um haustið héldu æfingar áfram, alltaf ríkti sami góði skapandi andinn.
Enn átti ég eftir að skrifa bláendann, síðustu tvær síðurnar, ég naut þess.
Skrifaði fjölmargar útgáfur, strikaði út, skrifaði aftur, strikaði út næstum
allt, less is more, ísjakaprinsippið lifi. Af hverju gekk þetta svona? Auðvitað
var ég einfaldlega að treina mér augnablikið þegar starfi leikskáldsins er
lokið. En svo kom að því. Og eftir það var engu orði breytt.
Á lokaspretti æfingatímans varð Hrunið. Það var mjög sláandi að koma
á æfingu daginn eftir Guð-blessi-Ísland-ræðu þáverandi forsætisráðherra,
skyndilega voru Villa og Milla komnar í nýjan og afar óþægilegan fókus, allt