Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 75
„ E i n u s i n n i va r – t r é d r u m b u r“
TMM 2012 · 2 75
myndhverfingu fyrir þroskaferil barnsins, það hefji líf sitt meira og minna
hreyfingarlaust, en breytist næst í indælan en hömlulausan og ósjálfbjarga
óvita, sem vilji skoða heiminn án þess að gera sér grein fyrir hættum hans.
Síðar streitist barnið á móti takmörkunum á frelsi sínu, lifi í núinu og sækist
helst eftir magafylli og afþreyingu – eins og dýr (Lurie, 2004).
Umbreyting Gosa yfir í dreng af holdi og blóði er í raun seinni hluti
sköpunarsögu hans í verkinu. Grípum nú niður í samtal hans við bláhærðu
dísina í frumútgáfu Collodis:
„Mig langar til að verða stór. Sjerðu ekki, að jeg er alt af eins?“
„Þú getur ekki stækkað“.
„Vegna hvers?“
„Trjásnáðum fer ekki fram. Þeir eru fæddir gerfikútar, lifa sem gerfimenn og deyja
eins og gerfikarlar.“
…
„Mig langar til að verða maður“.
„Þú verður líka að manni, ef þú verðskuldar það.“
„Segir þú alveg satt? Hvað á jeg að gera, til þess að verðskulda það?“
„Þú átt að einsetja þjer að vera góður. Og góður getur þú orðið, ef þú vilt“.
(Collodi, 1883/1922:125).
Gosi getur orðið mennskur ef hann sýnir góðmennsku, sem felst í hlýðni,
sannsögli, iðjusemi og vilja til að leggja sig fram. Og hann þarf svo sannarlega
Tveir mjög ólíkir Gosar. Til vinstri er ein af afar vinsælum myndum teiknarans
Carlo Chiostri frá 1901 (Perella, 1986b). Til hægri er Gosi úr Disney-myndinni
frá 1940 – með fjóra fingur enda enn ekki orðinn að dreng af holdi og blóði.