Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 87
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a TMM 2012 · 2 87 persóna, ýmsar hugmyndir eru uppi um örlög hans, kannski fór hann til Miðjarðarhafslanda, kannski dó hann og verkið gerist allt í huga aðal- persónanna sjö í jarðarför þess sem er horfinn. Þaðan er kominn möguleik- inn í titlinum, Miðjarðarför er kannski mið jarðarför. En öðru hverju koma inn leikverur sem ég kallaði utangáttaleikverur. Þær fúnkera eins og nokkurs konar kór í grískum harmleikjum, í flestöllum leik- verkum mínum er svona kór-element, útfærslan mismunandi. Ég heillaðist fyrst af kórfyrirbærinu í námi í leikhúsfræðum í París þegar við vorum að stúdera gríska leikhúsið hjá mörgum snilldarkennurum. Síðan þá get ég ekki hætt að dást að fyrirbærinu. Kór býr til díalektík í verkið, hann kemur, spyr spurninga, miðlar efa- semdum, ótta, spenningi, fordæmingu, sorg, gerir athugasemdir. Kórinn getur verið fulltrúi fyrir hópa í þjóðfélaginu, hann getur verið rödd sam- félagsins eða áhorfenda. En allavega, hann brýtur upp, býr til díalektík, opnar veröld verksins, býr til nýjan pól. Engin tilviljun að Bertolt Brecht var öllum fremri á tuttugustu öld í markvissri notkun kóra. Í Miðjarðarför voru utangáttaleikverurnar nokkurs konar uppvakningar sem reyna af veikum mætti að átta sig á framvindu leikverksins með litlum árangri þrátt fyrir einbeittar tilraunir. Hugmyndin að þessum leikverum kviknaði þegar ég fór að spekúlera í leiksviðsmyrkrinu, tilvist leiksviðs á næturnar þegar öll ljós eru slökkt, ekkert ljós lengur, ekkert líf, engar til- finningar hrópaðar fram til áhorfenda, Þessar persónur voru búnar til úr leikhúsryki, leifum af tilfinningum leikpersóna úr leiklistarsögunni sem leikin hafa verið á sviðinu, bútar, leifar, brot sem þær ná ekki með neinu móti í heila mynd. Í stuttu máli, þá var útfærsla utangáttaleikveranna í Miðjarðarför árið 1983 afar mögnuð, þarna voru í leikhóp Nemendaleikhússins, sem var fjórða ár Leiklistarskólans, leikarar sem voru að springa út eftir nám í þrjú ár, þau voru líkust spenntum veðhlaupahestum sem beðið hafa lengi eftir rás- merkinu. Þarna var fremst meðal jafningja Edda Heiðrún Backman, með fullri virðingu fyrir hinum í leikhópnum, þá var það einstaklega eftirminnilegt að sjá stórleikkonu springa út, ef svo má segja. Utangáttaleikveran í hennar túlkun var ógleymanleg. Svo ógleymanleg að þessar leikverur hafa æ síðan leitað á mig og fleiri aðstandendur, gjarnan þegar við Gretar Reynisson höfum hist, þá töluðum við um að það þyrfti að halda áfram með þetta. Að ógleymdri Kristínu Jóhannesdóttur eða KJ sem hefur verið ákafur stuðningsmaður Utan gátta gegnum árin og stöðugt minnt á nauðsyn þess að koma því í heila höfn. Þegar leikritið Einhver í dyrunum var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2000, fyrsta leikrit eftir mig sem hún leikstýrði, þá vantaði einhvers konar kór-element í verkið að mati leikstjóra, höfundi gekk ekkert að skrifa slíkt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.