Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 59
L e s t r a r h e s t a m e n n s k a TMM 2012 · 2 59 námsháttum. Sá þáttur sem sterkust tengsl hefur við árangur í lesskilningi er ánægja af lestri. Stúlkur hafa miklu meiri ánægju af lestri en piltar og munar hálfu staðalfráviki á kynjunum. Þær lesa auk þess fjölbreyttara efni og fara oftar á bókasafn.13 Þessi kynjamunur á lestraráhuga kemur einnig fram í ESPAD-rannsókninni sem sýnir að strákar í 10. bekk reyndust 2,6 sinnum líklegri til að lesa aldrei bækur en stelpur. Stelpur í 10. bekk voru hins vegar 1,8 sinnum líklegri til að lesa bækur daglega en strákar.14 Hvers vegna bóklestur en ekki allur lestur? Þótt nærri eitt af hverjum þremur skólabörnum lesi aldrei bækur í frístundum sínum þýðir það ekki að börnin lesi ekki neitt. Flest þeirra lesa heilmikið á hverjum degi. Skólabækur eru til dæmis ekki taldar með í könnunum á lestrarvenjum. Þannig telst Laxdæla ekki til bóklestrar ef hún er lesin fyrir skólann. Það verður líka að taka með í reikninginn að lestrarvenjur barna hafa breyst. Börn lesa ýmiss konar texta á skjá; upplýsingar, leiðbeiningar, íslenskan texta við kvikmyndir og sjónvarpsþætti, Fésbókarfærslur, msn, sms, blogg og fleira. Gott dæmi um breyttar lestrarvenjur má sjá á íslenskum stúlkum í 10. bekk en 12% þeirra lesa bækur daglega en meira en helmingur þeirra les blogg daglega.15 Það er því alls ekki verið að halda því fram að unga kynslóðin sé ólæs. Lítill hluti hópsins glímir vissulega við mikla lestrarerfiðleika. Það er um eitt prósent sem ekki nær upp á allra lægsta getuþrepið í PISA-prófunum og á því þrepi sitja önnur 4,2%. Samtals eru 16% barna á lægstu þrepunum (um 23% stráka og um 9% stelpna sem fyrr segir).16 En stærsti hluti barna og unglinga á mið- og unglingastigi grunnskóla kann að lesa og ætti að geta haft gaman af því að lesa bækur. Bóklesturinn er mikilvægur vegna þess að skýrt samband er milli áhuga á bóklestri og lesskilnings.17 Þannig hefur ánægja af lestri sterk tengsl við árangur í lesskilningi í PISA-prófunum. Sterkustu forspárþættirnir fyrir árangri í íslensku eru þeir sömu fyrir drengi og stúlkur: stjórn á eigin árangri og ánægja af bóklestri.18 Bent hefur verið á að unglingar í 10. bekk hérlendis hafa áberandi minni áhuga á lestri bóka en jafnaldrar þeirra í þeim löndum þar sem lesskilningur barna er að meðaltali betri.19 Þar sem tengsl eru milli lestraráhuga og lesskilnings kemur það ekki á óvart að samfara minnkandi bóklestri hefur lesskilningi hrakað.20 Kenn- arar í 10. bekk kvarta jafnframt yfir áhugaleysi unglinganna á yndislestri og að erfitt sé að glæða og viðhalda lestraráhuga hjá þeim.21 En hver á að glæða lestraráhuga barna? Er minnkandi bóklestur barna eingöngu vandi skólakerfisins? Hér er nauðsynlegt að færa sjónarhornið frá bóklausu börn- unum að þeim bókhneigðu og kanna bakgrunn þeirra og mótunarþætti. Niðurstöður slíkra rannsókna sýna að börn sem telja má lestrarhesta eiga það sameiginlegt að hafa alist upp við bóklestur og að lesið sé í kringum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.