Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 89
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a
TMM 2012 · 2 89
Þarmeð var komið í gang einhvers konar formatt eða snið fyrir alla texta
sem síðar röðuðust saman í leikverkið Utan gátta.
Dæmi:
VILLA:
Ertu dauð?
MILLA:
Ég veit það ekki. (Dvöl.)
Ert þú dauð?
VILLA:
(Dvöl.) Ég veit það ekki.
MILLA:
Bundnar.
VILLA:
Já.
MILLA:
Bundnar eins og allir eru bundnir.
VILLA:
Bundnar hvor annarri.
MILLA:
Almætti bandsins.
VILLA:
Albandið mætti.
MILLA:
Mætti til leiks.
Það er gangurinn.
VILLA:
Er hvað?
MILLA:
Gangur lífsins.
Engar dyr sem ekki er bankað á. Dyr og gluggar.
Alltaf verið að reyna að komast inn. Eða komast út.
Ég leyfði þessum skriftum að þróast, gerði stundum atrennu að ritun svona
texta og þá eingöngu þegar ég fann fyrir þessari sérstöku Utan-gátta-orku,
aldrei samkvæmt fyrirskipunum yfirsjálfsins.
Lét svo gott heita, stundum fannst mér eins og þetta væri svarthol, aldrei
kæmi neitt út úr þessu.
Tveggja radda veröld. Raddir sem ég kallaði Villu og Millu.
Voru þær eins? Nei, aðgreiningin kom af sjálfu sér, önnur röddin var alltaf
jarðbundnari, lógískari, það var Villa, hin var draumlyndari, ég kallaði hana
Millu. Kannski er þarna ósköp einfaldlega um að ræða hin tvö heilahvel sem
eru stöðugt að reyna að ná jafnvægi hjá hverjum og einum.
Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær
sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld.
Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi