Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2012 · 2 kvenna; táknmyndir ólíkra stétta, ólíks uppeldis og ólíkra langana. Meðan Kar- ítas brýst til sinnar köllunar af harðfylgi og færir miklar fórnir á þeirri leið sóar Herbjörg María sínum hæfileikum eða, eins og hún orðar það, svíkst um „að gera eitthvað úr [sér]“. Hún ber saman líf ömmu sinnar og mömmu við sitt eigið líf og tækifæri: Um aldir hafði fólk hennar stritað í eyjunum, langt frá öllum skólum og skrifborðslífi, svo ekki sé nú minnst á tækifærin kvenna. Ég var sú fyrsta í þeirri þúsund ára ætt sem átti möguleika á menntun en álpaðist út í lífið án þess að þiggja drauminn sem mamma hafði mátt neita sér um en varðveitti í brjósti mér til handa (75). Líkt og í bókunum um Karítas kemur fjöldi persóna við sögu í Konan við 1000° og eru margir litríkir karakterar þar á ferð, ekki síst konur. Það á til dæmis við mömmu Herbjargar Maríu og báðar ömmur hennar, hina breið- firsku Verbjörgu og hina dönsku Georgíu. Lýsingin á endurfundum for- eldra Herbjargar Maríu, þegar faðir hennar leitar þær mæðgur uppi eftir sjö ára afskiptaleysi, er dæmi um hvernig Hallgrímur dregur sterka persónulýs- ingu upp í fáum málgreinum. Móðirin minnir mest á Snæfríði Íslandssól í sam- skiptum sínum við hinn svikula barns- föður þar sem hún beitir kaldhæðni af list: „Sæl,“ endurtók pabbi. „Ma … manstu eftir mér?“ Hún hélt áfram að raka af miklu kappi. „Nei. Hver ert þú?“ „Hans. Hansi. Þú …“ „Hans Henrik Björnsson? Ég hélt að sá maður hefði dáið. Og það af barnsförum.“ „Massa … Ég … ég er kominn.“ Aftur stöðvaðist hrífan í höndum hennar og hún leit í augu hans. „Á rigningu átti ég von en ekki þér.“ Hóf síðan aftur að raka. „Massa … fy … fyrirgefðu.“ „Ertu kominn hingað til að væla?“ sagði hún kalt og jók fremur hamaganginn en hitt (77). Annað áhrifaríkt samtal á milli foreldra, sem varpar ljósi á persónuleika þeirra beggja, á sér stað þegar þau búa í Lübeck og faðirinn hefur ákveðið að ganga í þýska herinn (sjá s. 96–103). Þar kristall- ast munurinn á þeim tveimr og sá veik- leiki sem var ógæfa föðurins, leiddi hann „niður í eiturdjúp sögunnar“ (103) og gerði hann að flóttamanni eftir stríð og ævina út. Þótt Hans Henrik hafi ánetjast nasismanum er lýsing Hall- gríms á honum aldrei fordæmandi held- ur mætti þvert á móti segja að höfundur sýni þessum veikleika persónu sinnar skilning og hafi samúð með honum, enda líka óþarfi að fordæma mann sem dæmdi sig sjálfur til óhamingju og ævi- langrar útlegðar. Hallgrímur fer víða á kostum í lýs- ingum á aukapersónum sem gegna ekki endilega stóru hlutverki í framvindu sögunnar. Sem dæmi má nefna skemmtilega lýsingu á dönsku eldabusk- unni Helle þar sem höfundur skemmtir sér og lesendum með myndmálinu: Eldabuskan var með stór og mikil brjóst sem gott var að sökkva sér í, lágvaxin með upphandleggi sem ætíð voru berir og minntu í lögun sinni á ilmandi heit franskbrauð (sem ekki eru bökuð í formi heldur látin lyfta sér ein á plötu). Andlitið var líka hlaðið lyftidufti og ætíð fullbakað á svip; rjómahvítar tennur, ljúffengar varir og bakstursbrúnir vangar sem á voru nokkrar freknum svo minnti á birkifræ á rúnstykki (120). Lýsingin á Bæringi, hinum „bærilegasta“ af eiginmönnum Herbjargar Maríu, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: