Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 97
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a
TMM 2012 · 2 97
„Það er ekki hlutverk listarinnar að búa til afrit af veröldinni. Eitt eintak er fjandans
nóg.“
Vitanlega tengist þetta löngun minni að reyna að losna undan alltumlykj-
andi endurgerð veruleikans, losna við hefðbundinn natúral-realisma, losna
undan venjulegum natúral-realískum persónum og kringumstæðum.
Það tengist líka spurningum og efasemdum mínum um að „speglun
raunveruleikans“ sé eini möguleiki leikhússins. Mér finnst það alltof passíf
afstaða.
Spegla eitthvað sem fyrir er. Staðlaðar aðferðir í umfjöllun um veru-
leikann. Leikhúsið og listin verður líka að vera aktíf, muna eftir eigin for-
sendum. „Raunveruleikinn“ svonefndi líkir reyndar jafn mikið eftir listinni
og öfugt.
Sem sagt: muna eftir að gleyma ekki díalektískum tengslum lífs og listar.
En, vissulega er aðalmarkmiðið að búa til spennandi leikhús sem snertir
fólk.
Æfingar hófust seinni hluta maí 2008. Mættir voru til leiks einstakir leikarar,
Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifs-
son.
Það verður að segjast eins og er, andinn á öllum æfingatímanum var
algjörlega einstakur, ég hef hvorki fyrr né síðar orðið vitni að jafn glaðværri
og einbeittri vinnu leikara og leikstjóra.
Andi rósemdar, sköpunar og spuna ríkti, aldrei, ekki í eitt einasta skipti
varð ég vitni að pirringi hvað þá meira. Alltaf jákvæð einbeiting.
Samt var viðfangsefnið óvenjulegt en leikstjórinn vissi alltaf á hvaða leið
sýningin var.
Ég passaði mig á því að reyna ekki að skýra neitt út þegar leikararnir
spurðu mig, yppti öxlum, það voru ekki stælar, ég var hugsanlega með ein-
hvers konar svar en það var ekki endilega svar leiksýningarinnar. Ég vildi
ekki trufla vinnu leikstjórans við sköpun listaverksins leiksýning.
Ég skrifaði í loggbókina smátexta sem ég sýndi leikurunum:
Hvernig geta leikarnir nálgast „persónurnar“? Gleymum ekki upphaflegu merkingu
orðsins persóna = gríma. Trúlega ekki með ýmsum vanalegum aðferðum sem tengj-
ast natúralískri heimsmynd og hugmyndum… (þar er fæðingardagur persónu klár,
kennitala, „milieu“ – umhverfi í víðri merkingu sem persónur spretta úr etc.).
Svarið við því hvernig hægt er að raungera þessar „utangáttaverur“ er jafnframt
byrjun á svari við spurningunni um þróunarvinnu í list leikarans. Kjarninn í þessu er
list leikarans og jafnframt tilraun í leikritun.
Leikur: snörp innlifun. Mozart-leg snerpa. Leikarinn á ekki að gera sér grein fyrir
að textinn er á köflum að einhverju leyti húmorískur. Snerpa þýðir ekki endilega
hraði (nema stundum). Aðalatriði hraðaSKIPTI. Rýtmi. Þagnir. Nákvæmni í músík-