Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 118
Á d r e p u r 118 TMM 2012 · 2 skökku portretti af Guðmundi Einars- syni sem listamanni. Það er harður dómur en sanngjarn. Forvitnilegt væri að sjá og heyra af efnistökum og vinnu- brögðum við skrif í Listasögunni um aðra listamenn en hann. Afar alvarlega galla á umfjölluninni um Guðmund vil ég benda á í lokin. Æsa minnist hvorki einu orði á grafík- verk Guðmundar né gerir hún minnstu grein fyrir vatnslitamyndum hans, afgerandi þætti í myndsköpun lista- mannsins allan síðasta áratug fremur stuttrar ævi. Hvort tveggja verður að telja lykilatriði í list hans og raunar með því besta, að mínu mati og margra ann- arra. Skýringu kann ég ekki en vöntun- in æpir á mann. Þetta er kórvilla. Ég lít raunar líka svo á að gleymst hafi að hyggja að nýju ljósmyndaefni af verkum Guðmundar í stað þeirra sömu mynda sem oftast sjást af verkum hans, öllum í eigu Listasafns Íslands. Hundr- uð forvitnilegra ljósmynda hefðu verið til úrvals, utan safnsins, hefði eftir þeim verið leitað, og flestar endurgjaldslaust. Árni Björnsson Kolröng mynd Í nýlegri bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Íslenskir kommúnistar 1918–1998, kemur nafn mitt fyrir á tólf blaðsíðum, oftast í einfaldri upptaln- ingu. Samt er í tíu skipti einhver villa. Hér skulu þær raktar. Á s. 359 segir: „Íslenskir sósíalistar tóku fullan þátt í næstu heimsmótum æskunnar [eftir 1957], enda var einn þeirra, Árni Björnsson, starfsmaður Alþjóðasambands stúdenta, IUS, í Prag.“ Hið rétta er, að ég var fulltrúi Stúd- entaráðs Háskóla Íslands hjá Alþjóða- sambandi stúdenta í samræmi við hina takmörkuðu aðild (associate member- ship) SHÍ að sambandinu frá því í lok ágúst 1956 fram undir mitt ár 1957, þegar Stúdentaráð sagði sig formlega úr IUS. Á þeim tíma tók ég engan þátt í undirbúningi Íslendinga að heimsmót- um æskunnar. Ég var samt nokkrum mánuðum lengur í Prag því ég hafði tekið að mér að ritstýra alþjóðlegri stúd- entasöngbók og vildi ljúka því verkefni. Á s. 369 segir: „Eftir að Kress fékk fjárveitingu 1961 til að ráða Íslending til kennslu, bað hann Einar Olgeirsson að benda sér á mann. Einar talaði við Árna Björnsson, sem nýlokið hafði prófi í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands …“ Rétt tímaröð er að ég lauk prófi í lok janúar 1961. Alexander Jóhannesson fv. háskólarektor og Björn Sigfússon háskólabókavörður sneru sér báðir til mín á útmánuðum og sögðu prófessor Bruno Kress vera að leita að íslenskum sendikennara. Þar sem ekki var stjórn- málasamband við Austur-Þýskaland, hafði Bruno tekið það ráð að skrifa gömlum kennara sínum og skólabróður. Það var ekki fyrr en seinna um vorið sem Einar Olgeirsson talaði við mig um sama efni, en þá hafði Bruno líka skrif- að honum. Í millitíðinni hafði ég sótt um sendikennarastöðu í Björgvin í Nor- egi. Eftir að annar maður, Magnús Stef- ánsson, varð fyrir valinu, ákvað ég að þiggja stöðuna í Greifswald og starfaði þar þrjú misseri frá október 1961 til árs- loka 1962. Á s. 375 segir: „Tók Árni samstarfi við Stasi líklega í fyrstu að sögn Guð- mundar [Ágústssonar], en hafnaði boð- inu, eftir að ljóstrað var snemma árs 1963 upp um tilraunir starfsmanna sendiráðs Ráðstjórnarríkjanna í Reykja- vík til að fá íslenska sósíalista til njósna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: