Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 115
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 115
ingu samtímans á fortíðinni er of víð-
feðmt og einfalt til að standast. Ég hef
alllengi komið nálægt endursölu á göml-
um leirmunum Listvinahússins og er
þess fullviss að álit manna á þeim skipt-
ist í mörg horn og að meirihluti fólks,
sem þekkir þá meira en af afspurn, lítur
þá svipuðum augum og marga aðra list-
hönnun; ýmist tímalausa safngripi, t.d.
sléttbrennda vasa, eða dæmi um áhuga-
verða listhönnun tiltekins tímabils, t.d.
systkinin sem faðmast eða Art Deco
krús. Samtíminn í gervi þúsundanna er
sem betur fer ekki samtaka í áliti á
myndlist og listhönnun. Einum finnst
annað og öðrum hitt.
Samruni listar og handverks?
Í bókinni stendur að Guðmundur hafi
talið samruna listar og handverks
grundvöll frjórrar listsköpunar. Hvort
Æsa hafi fundið þá staðhæfingu svart á
hvítu (hvergi er tilvitnun, en þetta gæti
hafa lesist úr grein í Skírni frá 1933 –
107. árg. 1. tbl. bls. 89–96) eða dregið þá
ályktun af vali Guðmundar á námsleið-
um og námsstað er ekki ljóst. Og hafi
hann einhvers staðar talið útsaum eða
skartgripahönnun vera list, hef ég ekki
rekist á þær staðhæfingar. Get ekki sagt
af eða á um þessa skoðun Guðmundar
eða samhengi hennar við annað. Hitt
veit ég að hann fékkst við listmálun og
til dæmis teikningu húsgagna, högg-
myndagerð og skartgripahönnun. En ég
dreg í efa að hann hafi lagt það allt að
jöfnu. Og leirmunagerð sem handverk
lærði hann ekki í Þýskalandi, enda þótt
það mætti skilja af bók Björns. Gat
hvorki rennt skál á snúningsskífu né
skar hann út í leir. Það gerðu aðrir í
Listvinahúsinu. Hann vann tilraunir
með glerunga, hafði kynnt sér leir-
munagerð erlendis sem framleiðsluað-
ferð og bjó til svokallaða kjarna sem mót
voru tekin af og í þau unnin fígúratíf
leirverk til sölu. Kjarnarnir voru mynd-
verk (mest skúlptúrar), t.d. hrafn, úr leir
sem tekið var mót af. Síðan var gerð
gifsstytta í mótinu og loks tekið gifsmót
af gifsstyttunni og notað við fyrrgreinda
framleiðslu. Þannig varðveittist gifsfyr-
irmyndin (kjarninn) en mótin eyddust
smám saman. Hér er þetta skrifað til að
útskýra hvað Guðmundur átti við þegar
hann talaði um að hafa haft afskipti af
leirmunagerð í München.
Sennilegast er að Guðmundur hafi
talið myndlist góða undirstöðu undir
vandað eða hugmyndaríkt handverk og
um leið að þekking á handverki gagnað-
ist vel þeim sem ætlaði að stunda mynd-
list. Á dögum Guðmundar og fram eftir
20. öldinni var slíkt viðtekinn skilning-
ur í flestum listaskólum, einnig á
Íslandi. Samruni greina er eitt en inn-
byrðis stuðningur ólíkra greina annað.
Úr fyrrgreindum orðum hans í Skírni
má lesa ósk um samvinnu myndlistar-
manna og handverksfólks fremur en
fyrrgreindan samruna.
Enga tilfinningalega tjáningu
(kennda við expressjónisma)?
Æsa teflir þeim fram sem andstæðum,
Einari Jónssyni myndhöggvara og Guð-
mundi, líkt og Ásgrími og Kjarval ann-
ars vegar og Guðmundi hins vegar. Það
gerist m.a. vegna þess að Guðmundur á
að hafa talið náttúruleg form mikilvæg
og að forðast bæri alla tilfinningalega
tjáningu. Þessa skoðun geri ég ráð fyrir
að Æsa hafi mótað með sjálfri sér. Hana
tel ég ranga. Ólmur himinn í verki eftir
Guðmund, marglitar, óhlutbundnar lita-
breiður, hvítabjörn að bana sel eða
nakin kona í mjúklegri stellingu eru ef
til vill verk sneydd tilfinningalegri tján-
ingu expressjónisma að einhverra mati,
en með töluverðri skoðun má finna t.d.
rómantík, söknuð, hvatvísi (spontane-
ity), óræð hughrif, ógn eða litafegurð í