Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 115
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 115 ingu samtímans á fortíðinni er of víð- feðmt og einfalt til að standast. Ég hef alllengi komið nálægt endursölu á göml- um leirmunum Listvinahússins og er þess fullviss að álit manna á þeim skipt- ist í mörg horn og að meirihluti fólks, sem þekkir þá meira en af afspurn, lítur þá svipuðum augum og marga aðra list- hönnun; ýmist tímalausa safngripi, t.d. sléttbrennda vasa, eða dæmi um áhuga- verða listhönnun tiltekins tímabils, t.d. systkinin sem faðmast eða Art Deco krús. Samtíminn í gervi þúsundanna er sem betur fer ekki samtaka í áliti á myndlist og listhönnun. Einum finnst annað og öðrum hitt. Samruni listar og handverks? Í bókinni stendur að Guðmundur hafi talið samruna listar og handverks grundvöll frjórrar listsköpunar. Hvort Æsa hafi fundið þá staðhæfingu svart á hvítu (hvergi er tilvitnun, en þetta gæti hafa lesist úr grein í Skírni frá 1933 – 107. árg. 1. tbl. bls. 89–96) eða dregið þá ályktun af vali Guðmundar á námsleið- um og námsstað er ekki ljóst. Og hafi hann einhvers staðar talið útsaum eða skartgripahönnun vera list, hef ég ekki rekist á þær staðhæfingar. Get ekki sagt af eða á um þessa skoðun Guðmundar eða samhengi hennar við annað. Hitt veit ég að hann fékkst við listmálun og til dæmis teikningu húsgagna, högg- myndagerð og skartgripahönnun. En ég dreg í efa að hann hafi lagt það allt að jöfnu. Og leirmunagerð sem handverk lærði hann ekki í Þýskalandi, enda þótt það mætti skilja af bók Björns. Gat hvorki rennt skál á snúningsskífu né skar hann út í leir. Það gerðu aðrir í Listvinahúsinu. Hann vann tilraunir með glerunga, hafði kynnt sér leir- munagerð erlendis sem framleiðsluað- ferð og bjó til svokallaða kjarna sem mót voru tekin af og í þau unnin fígúratíf leirverk til sölu. Kjarnarnir voru mynd- verk (mest skúlptúrar), t.d. hrafn, úr leir sem tekið var mót af. Síðan var gerð gifsstytta í mótinu og loks tekið gifsmót af gifsstyttunni og notað við fyrrgreinda framleiðslu. Þannig varðveittist gifsfyr- irmyndin (kjarninn) en mótin eyddust smám saman. Hér er þetta skrifað til að útskýra hvað Guðmundur átti við þegar hann talaði um að hafa haft afskipti af leirmunagerð í München. Sennilegast er að Guðmundur hafi talið myndlist góða undirstöðu undir vandað eða hugmyndaríkt handverk og um leið að þekking á handverki gagnað- ist vel þeim sem ætlaði að stunda mynd- list. Á dögum Guðmundar og fram eftir 20. öldinni var slíkt viðtekinn skilning- ur í flestum listaskólum, einnig á Íslandi. Samruni greina er eitt en inn- byrðis stuðningur ólíkra greina annað. Úr fyrrgreindum orðum hans í Skírni má lesa ósk um samvinnu myndlistar- manna og handverksfólks fremur en fyrrgreindan samruna. Enga tilfinningalega tjáningu (kennda við expressjónisma)? Æsa teflir þeim fram sem andstæðum, Einari Jónssyni myndhöggvara og Guð- mundi, líkt og Ásgrími og Kjarval ann- ars vegar og Guðmundi hins vegar. Það gerist m.a. vegna þess að Guðmundur á að hafa talið náttúruleg form mikilvæg og að forðast bæri alla tilfinningalega tjáningu. Þessa skoðun geri ég ráð fyrir að Æsa hafi mótað með sjálfri sér. Hana tel ég ranga. Ólmur himinn í verki eftir Guðmund, marglitar, óhlutbundnar lita- breiður, hvítabjörn að bana sel eða nakin kona í mjúklegri stellingu eru ef til vill verk sneydd tilfinningalegri tján- ingu expressjónisma að einhverra mati, en með töluverðri skoðun má finna t.d. rómantík, söknuð, hvatvísi (spontane- ity), óræð hughrif, ógn eða litafegurð í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.