Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 27
H v í t i g e l d i n g u r i n n TMM 2012 · 2 27 í eitt horn garðsins þar sem hann sá konurnar í fyrsta sinn. Hann skildi ekki vel hvað var að gerast en ákvað sem fyrr að gefa sig á vald öllum ævintýrum lífsins. Herbergið var rúmgott og búið öllum helstu þægindum; honum voru færðar þrjár máltíðir á dag en að fáeinum dögum liðnum – rétt í þann mund sem hann var farinn að krefjast svara við því hvers vegna honum væri ekki hleypt út úr herberginu – komu í heimsókn til hans tveir menn, annar með byssu í hulstri yfir magann og kylfu í hendinni og hinn með gleraugu, lækna- legur og hélt á svartri leðurtösku. Finnur streittist gegn þeim en var sleginn í hnésbótina og höfuðið með kylfunni og bundinn ofan á borð í miðju her- bergisins, fæturnir glenntir sundur og reyrðir við borðfæturna með ólum úr tösku læknisins. Finnur sagði ekki neitt en kveinkaði sér svolítið, reyndi að telja þeim hughvarf og fannst hann vera staddur í ólíklegri martröð. Það næsta sem gerðist var að læknirinn dró fram málmhylki, opnaði það og í ljós komu tvö glóandi kol. Þá hitaði hann lítið bjúgsverð yfir kolunum þar til það varð rautt og glóandi en kylfumaðurinn skar buxurnar utan af Finni, þreifaði fast um pung hans og klemmdi saman eistun þar til hann öskraði og sviti spratt fram um hann allan. Um leið harðnaði limur hans – eins og af einhverri dularfullri, frumstæðri sjálfsbjargarviðleitni – og hann fann hvernig eistun drógust upp undir kviðinn og annað þeirra hvarf með öllu inn í hann. Mennirnir tveir héldu áfram að þreifa um klofið og pískruðu sín á milli; hylkið með kolunum var lagt milli fóta hans og við hitann sigu eistun aftur niður, kylfumaðurinn greip þéttingsfast um punginn en vatt nú snæri um hann þar til hann dofnaði. Þá tók læknirinn upp glóandi bjúghnífinn og skar snöggt niður yfir þanda húð pungsins sem flettist í sundur og eistun – gráleitar kúlur þaktar fellingum og ekki svo ósvipaðar tveimur litlum heilum – spruttu úr hreiðri sínu. Finnur fann velgjulegan, þungan slátt berast um líkamann og um leið hóf reður hans að dæla úr sér sæði, spýtti því í kröftugum rykkjum á maga hans og borðið, en læknirinn hélt um eistun sitt í hvorum lófa og kreisti. Þegar kramparnir voru yfirstaðnir sleit hann þau af búknum, snöggt og afgerandi, Finnur rak upp síðasta væl sitt og fannst líkt og hola opnaðist innra með honum sem hann hvarf niður um. * * * Næstu daga skildist Finni smám saman hvað hafði gerst með hjálp hjúkr- unarkvenna búrsins – en þannig auðkenndi hann bygginguna í huga sér. Byggingin var í eigu soldánsins í Yemen og einn af útsendurum hans hafði keypt Finn á einhvers konar þrælamarkaði í sveitinni. Klof hans var dofið, limurinn samanskroppinn og daufblár fölvi yfir honum, næstum eins og hann væri dauður. Þar fyrir innan var ekkert, óhugsandi og óskynjanlegt tóm sem þó virtist hafa tekið yfir alla veru hans. Daglangt seytlaði þvag úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.