Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 127
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 127
límbandaverki Harðar Strikalotur frá
1974 og málverki okkar Cazar frá 1969.
Í kaflanum í Listasögunni um optíska
list er einnig fullyrðing sem við setjum
stórt spurningar merki við. Um MoMA-
sýninguna The Respon sive Eye (New
York, 1965) skrifar höfundur: „Sýningin
þótti takast vel en markaði þó í raun
upphafið að endalokum hinnar optísku
listar.“ Hér er hætta á grund vallar mis-
skilningi. Hinn almenni lesandi sem
veit ekki betur getur ekki skilið þetta
öðruvísi en að optísk list sé búin að vera
og það fyrir löngu; að verk okkar, og
Harðar, hafi verið úrelt um leið og þau
voru unnin.
Op-listin varð vissulega fyrir barðinu
á yfirgengilegum kommersíalisma í
Bandaríkjunum, en í Englandi á árun-
um rétt fyrir 1970 varð gjörbylting á
umfjölluninni um litanotkun. Vegna
rannsókna og þrautseigju Sydneys
Harry (1912–1991) vaknaði alveg nýr
skilningur á optískri litablöndun og
kviklit.
Rætur okkar í myndlistinni
Við kynntumst Sydney Harry þegar við
vorum við listnám í Englandi. Auk þess
að vera sérfræðingur í lita- og skynjun-
arfræðum og mjög vel þekktur á því
sviði var hann frjór og næmur listamað-
ur. Hann bjó yfir ógrynni þekkingar
sem hann deildi af innblæstri með nem-
endum og hélt um 900 hrífandi fyrir-
lestra í helstu listaháskólum Englands,
þar af oft í Bath Academy of Art þar
sem við vorum við nám. Áhugi og þekk-
ing Sydneys á litafyrirbærum átti rætur
sínar að rekja til textíliðnaðarins en
Sydney var yfirmaður textíldeildar
Bradford-háskóla. Samlæg litablöndun
eða kviklitur er mjög mikilvægur þáttur
í textíl þegar mislitir þræðir liggja
saman. Það voru að miklu leyti rann-
sóknir Sydneys á þessu sviði sem
kveiktu í okkur neista og urðu til þess
að við fórum að gera eigin tilraunir.
Vorum við lengi vel í bréfasambandi við
Sydney sem hvatti okkur til dáða og
taldi þær leiðir sem við fórum mjög
nýstárlegar og áhrifamiklar. Áhrif Syd-
neys koma fram víða og má glöggt sjá í
verkum Bridget Riley sem var skiljan-
lega mjög andvíg þeirri tískubólu sem
fylgdi op-inu í Ameríku og tók að end-
urskoða litanotkun sína um 1969 með
aðstoð hans. Þessu til viðbótar má nefna
áhrif Sydneys á verk Peters Sedgley sem
þekkti Sydney og var, ásamt okkur,
félagi í finnska Dimensio-hópnum.
Hann þróaði sín frægu Videorotors eftir
að hafa kynnt sér Harry’s Top; svart-
hvítan snúningsdisk sem kallar fram liti
þegar hann er lýstur með blikkandi
flúor ljósi.
Einnig vorum við í sambandi við
Cyril Barrett (1925–2004) sem þá var
prófessor í listfræði og heimspeki við
háskólann í Warwick. Hann skrifaði
kynningu á einkasýningu okkar Ljós og
litir í Norræna húsinu 1972 og var frá
upphafi mjög spenntur fyrir því sem við
vorum að gera. Cyril Barrett er höfund-
ur bókarinnar Op Art (Studio Vista,
1970) sem er mjög áhugavert og ítarlegt
rit um þróun op-listar. Þar fer hann á
faglegan og greinandi hátt í gegnum
litanotkun í heimslista sögunni þ.á m.
tengsl impressíonista við abstrakt- og
optíska list. Cyril Barrett tekur einnig
fyrir litaoptík og ljósfræðina en á meðan
hann var að skrifa bókina afhenti Syd-
ney Harry honum óútgefnar rannsóknir
sínar. Fyrri rannsakendur (Chevreul,
Rood o.fl.) höfðu ekki skoðað eða áttað
sig á optískri litablöndun eða kviklit.
Samvinna okkar og tilraunir með
optíska litablöndun byrjar veturinn
1967–’68 og á meðan við vorum enn við
listnám var okkur boðin þátttaka í
opinberum sýningum í Englandi þar