Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 95
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a
TMM 2012 · 2 95
fyrr en eftir að byrjað var á sviðsetningunni, þannig að ég verð að gera grein
fyrir þessum skörunartíma. Mér þykir það heldur ekkert leiðinlegt, ég er
nefnilega ákaflega hrifinn af því ferli þegar tveir listrænir stjórnendur eru
enn að störfum, höfundurinn er að undirbúa sig að kveðja skipið, leikstjór-
inn hefur ekki enn tekið yfir. Báðir vinna saman.
Heildarferli leiktexta sem verður að sýningu er í þremur köflum, fyrst
leikritahöfundurinn einn, síðan kafli þar sem höfundur og leikstjóri vinna
saman, bæði ferlin skarast, loks þriðji og síðasti hluti þar sem leikstjórinn
hefur tekið yfir. Leiksýningin er þá í endanlegri mótun.
Ég gæti sungið þessum millikafla dýrðaróð, hann er afar mikilvægur.
Leiktexti er aldrei klappaður í stein, hann verður að halda áfram í þróun á
þessu skeiði.
Þetta er sköpunarskeið sem ég hygg að megi ekki vanmeta, það mætti
styrkja í íslensku leikhúsi, stundum held ég að menn misskilji mikilvægi
þess.
Eins og það lá fyrir um vorið, kom leikstjórinn auga á ákveðinn þriggja
þátta strúktúr í verkinu með hvörfum, krísum og lausn. Þrá, von, ótta,
hindrunum, kúlmínasjónum og klímax.
Þessi strúktúr reyndist merkilegt nokk leynast undir niðri, nokkurs konar
undirstraumur sem var þarna og þurfti snjallan leikstjóra til þess að draga
hann fram í dagsljósið.
Í framhaldinu bað leikstjórinn mig að huga að köflum sem þyrfti að bæta
inní, oft stuttum fleygum, áherslupunktum. Þetta reyndi ég að gera.
Á þessu skeiði mótaðist bakland og forsaga Villu og Millu. Bakvið liggur
minning um hörmungar, misnotkun, valdníðslu og flótta frá þessum
kringumstæðum.
Innilokun, kvalræðisprísund, staður brostinna vona og drauma, trúlega í
miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þangað fóru þær að elta draumamann sem
reyndist harðgiftur.
Þær eru og voru í nauðung innilokunar. Komast ekki burt frá því sem
gerðist. Glæpnum og flóttanum. Bílslysinu í kjölfarið og barninu sem dó.
Áfallinu. Þær voru báðar á valdi ástmanns eða kvalara, á valdi ástríðu og
ógnar, núna eru þær í prísund minninganna. Innilokaðar. Alltaf í greipum
ofurvalds.
Valdið er hjá þriðji aðila sem er MC (Master of Ceremonies). Hann sést
aldrei, þær sjá hann aldrei, hann er utan sviðs en stjórnar samt öllu. Það
er hann sem kveikir ljósið, slekkur það. Hann lætur vita af sér stöðugt,
óviðbúið.
Hann refsar þeim en hyglir þeim einnig. Alltaf jafn óvænt. Er hann
ógnvaldur eins og sá sem þær þekktu einu sinni? Kannski sami kvalarinn.
Nú hafa þær sjálfar tekið að sér hlutverk kvalarans, reyna stundum að drepa
hvor aðra.