Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 95
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a TMM 2012 · 2 95 fyrr en eftir að byrjað var á sviðsetningunni, þannig að ég verð að gera grein fyrir þessum skörunartíma. Mér þykir það heldur ekkert leiðinlegt, ég er nefnilega ákaflega hrifinn af því ferli þegar tveir listrænir stjórnendur eru enn að störfum, höfundurinn er að undirbúa sig að kveðja skipið, leikstjór- inn hefur ekki enn tekið yfir. Báðir vinna saman. Heildarferli leiktexta sem verður að sýningu er í þremur köflum, fyrst leikritahöfundurinn einn, síðan kafli þar sem höfundur og leikstjóri vinna saman, bæði ferlin skarast, loks þriðji og síðasti hluti þar sem leikstjórinn hefur tekið yfir. Leiksýningin er þá í endanlegri mótun. Ég gæti sungið þessum millikafla dýrðaróð, hann er afar mikilvægur. Leiktexti er aldrei klappaður í stein, hann verður að halda áfram í þróun á þessu skeiði. Þetta er sköpunarskeið sem ég hygg að megi ekki vanmeta, það mætti styrkja í íslensku leikhúsi, stundum held ég að menn misskilji mikilvægi þess. Eins og það lá fyrir um vorið, kom leikstjórinn auga á ákveðinn þriggja þátta strúktúr í verkinu með hvörfum, krísum og lausn. Þrá, von, ótta, hindrunum, kúlmínasjónum og klímax. Þessi strúktúr reyndist merkilegt nokk leynast undir niðri, nokkurs konar undirstraumur sem var þarna og þurfti snjallan leikstjóra til þess að draga hann fram í dagsljósið. Í framhaldinu bað leikstjórinn mig að huga að köflum sem þyrfti að bæta inní, oft stuttum fleygum, áherslupunktum. Þetta reyndi ég að gera. Á þessu skeiði mótaðist bakland og forsaga Villu og Millu. Bakvið liggur minning um hörmungar, misnotkun, valdníðslu og flótta frá þessum kringumstæðum. Innilokun, kvalræðisprísund, staður brostinna vona og drauma, trúlega í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þangað fóru þær að elta draumamann sem reyndist harðgiftur. Þær eru og voru í nauðung innilokunar. Komast ekki burt frá því sem gerðist. Glæpnum og flóttanum. Bílslysinu í kjölfarið og barninu sem dó. Áfallinu. Þær voru báðar á valdi ástmanns eða kvalara, á valdi ástríðu og ógnar, núna eru þær í prísund minninganna. Innilokaðar. Alltaf í greipum ofurvalds. Valdið er hjá þriðji aðila sem er MC (Master of Ceremonies). Hann sést aldrei, þær sjá hann aldrei, hann er utan sviðs en stjórnar samt öllu. Það er hann sem kveikir ljósið, slekkur það. Hann lætur vita af sér stöðugt, óviðbúið. Hann refsar þeim en hyglir þeim einnig. Alltaf jafn óvænt. Er hann ógnvaldur eins og sá sem þær þekktu einu sinni? Kannski sami kvalarinn. Nú hafa þær sjálfar tekið að sér hlutverk kvalarans, reyna stundum að drepa hvor aðra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.