Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 47
Í s l e n s k s t j ó r n v ö l d o g u m h v e r f i s v e r n d a r s a m t ö k
TMM 2012 · 2 47
stefnu stjórnvalda, Kyoto-málið eins og hann kallaði það. Hann líkti hug-
myndafræði slíkra samtaka við hina „… blindu trú í hvalveiðimálinu þar sem
við höfum orðið fyrir þrýstingi sem á ekkert skylt við sanna umhverfisverndar-
stefnu.“
Íslendingar hafa ekki gengið á hönd slíkum skoðunum því þeir eiga allt sitt undir
náttúrunni og sannri verndun hennar, þar sem þess er gætt að hún geti nýst mann-
inum með sjálfbærum hætti. Stefna sem birtist með því offorsi sem ég áður lýsti er
fyrir aðra en þá sem þiggja lífskjör sín af náttúrunni í þeim mæli sem Íslendingar
gera.31
Forsætisráðherrann minntist ekki einu orði á efasemdir um niðurstöður
Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem hann
kynnti í ræðu sinni á gamlárskvöld 1997, tveimur vikum eftir að loftslags-
þingi Sameinuðu þjóðanna í Kyoto lauk. Gagnrýni forsætisráðherrans var
ekki eingöngu sprottin af pirringi vegna viðvarana um yfirvofandi loftslags-
breytingar heldur einnig gremju hans vegna hrakfara eigin ríkisstjórnar við
að berja í gegn veitulón á Eyjabökkum án þess að fram hefði farið lögbundið
mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Fljótsdalsvirkjunar:
Það gengur þvert á hagsmuni Íslands að falla fyrir þess háttar öfgum. Enda værum
við þá að útiloka að njóta ávaxtanna af kostum landsins, hvort sem um er að ræða
endurnýjanlega orkugjafa eða önnur gæði sem við verðum að nýta eigi áfram að vera
lífvænlegt í landinu. Það duldist engum sem sat í þessum sal að ákvæði sem umhvn.
þingsins beitti sér fyrir að sett yrði til að koma í veg fyrir afturvirkni laga um
umhverfismat, tók ekki síst tillit til Fljótsdalsvirkjunar. Menn sem að því stóðu eiga
ekki að hlaupa frá gerðum sínum í þeim tilgangi einum að slá pólitískar keilur.32
Rúmum fjórum mánuðum síðar dró Norsk Hydro sig úr Noral-verkefninu
sem fól í sér byggingu 120 þúsund tonna álvers á Reyðarfirði og Fljótsdals-
virkjun. Fyrirtækið upplýsti að Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið hefði
farið fram á að það hefði engin samskipti við íslensk náttúruverndarsam-
tök.
Nýtt hvalveiðistríð eða gamalt?
Í viðtali við Morgunblaðið þann 24. júlí 1998 skýrði Jón Baldvin Hannibals-
son, þá sendiherra Íslands í Washington, ótta íslenskra stjórnvalda við
auknar áherslur Bandaríkjastjórnar á verndun lífríkis sjávar og að „ástand
lífríkis hafsins sé alvarlegra en talið var og að þetta sé jafnalvarlegt eða jafnvel
alvarlegra umhverfisvandamál en hlýnun andrúmsloftsins af völdum gróður-
húsaáhrifa.“ Sagði sendiherrann „… mjög margar vísbendingar, sem berast
um að umhugsun og umfjöllun bandarískra stjórnvalda sé undir mjög sterkum
áhrifum frá þeim öflum, sem þarna vilja ganga lengst.“ Hann telur að hætta sé
á að hvalamálið endurtaki sig og bendir á að róttækasta tillagan sé sú að