Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 48
Á r n i F i n n s s o n
48 TMM 2012 · 2
„… virkja markaðsöflin, í bandalagi við sjónarmið verndunarsinna, nefnilega að
setja upp svæðisstofnanir, sem fengju umboð í alþjóðasamningum til að koma á fót
vottunarkerfi. Allur fiskur, sem færi á markað, yrði að bera vottorð um að stofninn
væri ekki í hættu, fiskurinn væri afurð ábyrgra fiskveiða, úr ómenguðu umhverfi
o.s.frv.,“ segir Jón Baldvin og nefnir sérstaklega samstarf náttúruverndarsam-
takanna World Wide Fund for Nature og stórfyrirtækisins Unilever um að hrinda
þessari hugmynd í framkvæmd.33
Sendiherrann talaði hér máli íslenskra stjórnvalda sem virtust ekki taka
neitt alvarlega í þessari greiningu nema að bandarísk stjórnvöldu séu „…
undir mjög sterkum áhrifum frá þeim öflum, sem þarna vilja ganga lengst“. –
Væntanlega er hér átt við öfl sem vilja ganga lengst í verndun.
Í frumdrögum lokaniðurstöðu Ríó +20 segir:
83. We note that despite agreement to restore global fish stocks to sustainable levels
by 2015, many stocks continue to be depleted unsustainably. We call upon States
to re-commit to maintaining or restoring depleted fish stocks to sustainable levels
and to further commit to implementing science-based management plans to rebuild
stocks by 2015.34
Þetta orðalag er mun skýrara en fram kemur í tillögu Íslands um niðurstöðu
Ríó +20. En hvernig má það vera að ríkisstjórn Íslands óttist framgöngu
umhverfisverndarsamtaka til að vernda lífríki sjávar?
Ísland leggst gegn eigin tillögu
Árið 2004 var gefin út samræmd stefnumótun íslenskra stjórnvalda í mál-
efnum hafsins. Stefnumótunin var gefin út sameiginlega í nafni sjávarútvegs-,
umhverfis- og utanríkisráðherra og var markmið hennar að skýra stefnu
Íslands í málefnum hafsins, sem segja má að hafi skarast milli þessara þriggja
ráðuneyta og niðurstaðan endurspeglar að nokkru mismunandi áherslur
þeirra. Á bls. 9 segir:
Að margra mati hafa frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála átt það til að ganga
of langt í málflutningi sínum. Þau hafa í sumum tilfellum afflutt vísindalegar niður-
stöður málstað sínum til framdráttar. Getur þetta valdið togstreitu og torveldað
annars mikilvægt og gagnlegt samstarf milli aðila. Meðal sumra félagasamtaka
gætir einnig verulegrar tilhneigingar til að fella verndun, í auknum mæli, undir
hnattræna stjórnun.35
Síðan segir að Ísland hafi:
… oft þurft að veita viðnám tilhneigingum til hnattrænnar stjórnunar auð- linda-
nýtingar, svo sem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem bornar eru fram
ályktanir ár hvert um hafið og hafréttarmál, og í starfi innan alþjóðasamninga sem
fjalla um málefni er tengjast hafinu.36