Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 60
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 60 TMM 2012 · 2 þau á heimilinu. Foreldrar þeirra eru virkir þátttakendur í lestraruppeldinu og láta það ekki skólanum eftir. Foreldrarnir lesa sjálfir bækur fyrir framan börnin. Foreldrarnir lesa upphátt fyrir börnin – og byrjuðu snemma á því. Börnin hafa vanist ferðum á bókasafn og í bókabúðir og margar bækur eru á heimilinu.22 Foreldravandamálið Lestrarhestar hafa nær undantekningarlaust fengið lestraruppeldi frá því þeir voru smábörn. Það kemur líka í ljós að sterkt samband er milli lestrarvenja 9–12 ára barna og notkunar barnabóka í uppeldi þeirra.23 Það er því vert að staldra við og setja foreldrana undir smásjána í stað barnanna. Við hljótum að þurfa að spyrja hvaða foreldrar það eru sem sinna lestraruppeldinu og hvernig við náum til hinna sem gera það ekki. Það kemur ef til vill ekki á óvart að menntun foreldra skiptir máli. Unglingar sem eiga bæði föður og móður með háskólapróf eru næstum tvöfalt líklegri til að lesa bækur daglega en þeir sem eiga foreldra með grunn- skólapróf. Hér skera okkar fjölskyldur sig ekki úr í hópi 35 Evrópulanda. Athyglisvert er hins vegar að efnahagsleg staða hefur önnur áhrif á áhuga á bóklestri hérlendis en í samanburðarhópnum. Börn efnaðra foreldra eru ólíklegri til að lesa bækur daglega, jafnvel þótt foreldrarnir séu menntaðir. Þannig virðist aukin menntun foreldra auka líkurnar á því að börnin lesi bækur daglega en efnahagsleg staða umfram það minnka líkurnar á dag- legum bóklestri. Þessu eru þveröfugt farið annars staðar í Evrópu þar sem bættur efnahagur skilar sér í auknum lestraráhuga.24 Áður hefur verið sýnt fram á sambærilega sérstöðu Íslands en Ísland var eina þátttökulandið í PISA 2000 þar sem auknar veraldlegar eigur höfðu neikvæð áhrif á lesskilning.25 Í náttúrufræðiprófum PISA 2006 kom fram sams konar neikvætt samband milli efnislegra gæða og námsárangurs á Íslandi. Þar kom einnig fram að efnisleg gæði og veraldlegar eigur eru meðal þess sem er marktækt betra á heimilunum á Íslandi en á Norðurlöndunum og öðrum OECD-löndum.26 Það er ekki síður athyglisvert að þáttur kynjanna er misjafn þegar að lestraruppeldinu kemur. Mun fleiri ungir lestrarhestar nefna móður sína en föður þegar spurt er hverjir hvetji þá helst til lestrar.27 Reyndar er einnig heilmikil kynjaslagsíða á svörum barnanna þegar aðrir lestrarhvetjendur eru teknir með, því næst á eftir foreldrunum nefna börnin kennara, skólasafns- kennara og annað bókasafnsstarfsfólk og síðan vini sína og aðra ættingja. Það þarf ekki að skoða þennan lista lengi til að átta sig á því að konur eru hér mun fjölmennari en karlar. Hjá flestum börnum ættu báðir foreldrar að geta verið jafnsýnilegir í lestraruppeldinu, hvort sem þeir búa saman eða ekki. Þess vegna vekur athygli hversu rýr þáttur feðranna er. „Pabbi les ekki, hann er alltaf í tölvunni,“ sagði einn af krökkunum sem rætt var við í rannsókn á ungum lestrarhestum á Akureyri, sumarið 2009.28 Barnið sagði hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: