Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 22
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n
22 TMM 2012 · 2
viðmið sem evrópskir þjóðernissinnar gátu gripið til í margvíslegum hug-
myndafræðilegum tilgangi. Vegna þessarar mótsagnakenndu stöðu, sem
bæði jaðar og miðstöð, er Ísland sérstaklega forvitnilegt viðfangsefni; Homo
islandicus var ýmist borinn saman við frumstæða inúíta eða siðmenntað
norrænt fólk.
Mestalla tuttugustu öld, frá fyrstu rannsóknum Guðmundar Hannessonar
og Eiðs S. Kvaran til loka ferils Jens Ó.P. Pálssonar, höfðu tengslin við Þýska-
land sterk áhrif á líkamsmannfræði Íslendinga. Fyrstu áratugina, sérstaklega,
var sambandið milli þýskra og íslenskra menntamanna gagnkvæmt (Unnur
Birna Karlsdóttir 1998). Hvor hópur um sig hafði eitthvað upp úr krafsinu.
Þótt Norðurlönd yfirleitt hafi náð athygli þýskra fræðimanna (sjá Koch
1996, Kyllingstad 2001 og Pred 2000, fyrir Danmörku, Noreg og Svíþjóð),
var staða Íslendinga álitin sérstök; Íslendingar voru þeir hreinustu meðal
hreinna. Nefna má að margir þýskir fræðimenn voru atkvæðamiklir í
rannsóknum á íslenskum fornbókmenntum, einkum eddukvæðum. Fyrir
mörgum Íslendingum réttlættu slíkar hugmyndir kröfu þeirra um þjóðlega
reisn og sjálfstæði. Á hápunkti íslensku útrásarinnar svonefndu öðluðust
hugmyndir um sérstöðu Homo islandicus nýtt líf, endurfæddar í kynjuðum
frjálshyggjuklæðum. Athygli vekur þó, þrátt fyrir allt talið um erfðaeiginleika
útrásarvíkinga og afrek þeirra á sviði fjármála, að hrun bankanna og alls fjár-
málkerfisins árið 2008 hefur ekki verið rakið beint til íslenskra gena.
Heimildir
Agnar Helgason. 2001. The ancestry and genetic history of the Icelanders: An analysis of MTDNA
sequences, Y chromosome haplotypes and genealogy. Doktorsritgerð. Institute of Biological Ant-
hropology, Oxfordháskóla.
Ahronson, Kristjan. 2012. Into the ocean: Viking-age Gaels, Norse and environmental change.
Toronto: University of Toronto Press. (Í prentun).
Anderson, Benedict. 1983. Imagined communities. London: Verso.
Barkan, Elazar. 1988. Mobilizing scientists against Nazi racism, 1933–1939, í Bones, bodies,
behavior: Essays on biological anthropology, ritstj. George W. Stocking Jr. Madison, Wisconsin:
The University of Wisconsin Press.
Connerton, Paul. 1989. How societies remember. Cambridge: Cambridge University Press.
Dagur Þorleifsson. 1966. Spjallað við Jens Pálsson mannfræðing um hitt og þetta. Vikan 47: 10.
Reykjavík.
Eiður S. Kvaran. 1934. Um mannfræðilegt gildi forníslenskra mannlýsinga. Skírnir 108: 63–101.
– – –. 1936. Sippengefühl und Sippenpflege im alten Island im Lichte erbbiologischer Betracht-
ungsweise. Doktorsritgerð. Ernst-Moritz-Arndt háskóli.
Einar Ólafur Sveinsson. 1959. Handritamálið. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
Fjallkonan 1905. Sýningin í Kaupmannahöfn frá hjáleigum Danaveldis. 16. desember, bls. 1.
Fleck, Ludwik. 1979[1935]. Genesis and development of a scientific fact. Chicago: University of
Chicago Press.
Gísli Pálsson. 1995. The textual life of savants: Ethnography, Iceland, and the linguistic turn.
Chur: Harwood Academic Publishers.
– – –. 2003. Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms Stefánssonar. Reykjavík: Mál og menning.
– – –. 2007. Lífsmark: Mann(erfða)fræði. Þýð. Árni Óskarsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan.