Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 129
TMM 2012 · 2 129
Úlfhildur Dagsdóttir
Óreiða, eldgos
og illska
Guðrún Eva Mínervudóttir: Allt með
kossi vekur, JPV 2012
Fyrir rúmlega hálfri öld hélt franski
fræðimaðurinn Georges Bataille því
fram að bókmenntir væru illar og að það
væri best fyrir þær að viðurkenna það
strax.1 Hvað hann nákvæmlega meinti
með þessu er kannski ekki alveg ljóst, í
aðra röndina var hann að mótmæla hug-
myndum um upphafinn ‚hreinleika’ list-
ar listarinnar vegna, en trúarbrögð komu
inn í þetta líka, en Bataille áleit að bók-
menntir (og listir almennt) hefðu komið
í stað trúarbragða – og þá jafnvel sem
einhverskonar vanheilög fórn. Bataille
var líka gamall súrrealisti og höfundur
frægrar klámsögu, Sögu augans (1928,
ísl. þýð. 2001) og sem slíkur upptekinn af
því að bókmenntir ættu að ganga fram
af fólki og samfélagi, valda ónæði og
truflunum. Og í því felst einmitt illskan.
Bataille notar orðið illska til að ögra og
vekja til umhugsunar, illskan er vopn til
að rífa tilveruna upp úr hjólförum van-
ans, þó það kosti veltur. Verðlaunaskáld-
saga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt
með kossi vekur (2011), fjallar meðal
annars um illsku og hvernig hún tengist
einmitt sköpuninni, sjálfum sköpunar-
kraftinum.“
Sagan hefst á einskonar útgáfu Biblíu-
sögunnar af Adam og Evu í aldingarðin-
um og fallinu fræga. Sú saga birtist
okkur í myndasöguformi og bókin inni-
heldur að auki aðra myndasögu og eina
myndskreytta sögu, en þær eru allar
teiknaðar af Sunnu Sigurðardóttur.
Það er einmitt myndasöguhöfundur
sem er ástæða þess að sögumaðurinn
Davíð segir söguna sem birtist okkur í
Allt með kossi vekur, en hann fær sendar
eigur stjúpföður síns, Þorláks eða Láka,
sem dáinn er fyrir nokkru. Meðal papp-
íranna eru nokkrar myndasögur, en Láki
var þekktur myndasöguhöfundur, bæði
á Íslandi og erlendis. Láki var sambýlis-
maður móður Davíðs, Elísabetar, hún er
listakona og telur sig hafa skynjað eins-
konar kraftbirtingarhljóm listarinnar
við það að vera kysst af ungum manni
þegar hún var sjálf unglingsstelpa, koss-
inn hafi breytt sér og gert sig að lista-
konu. Og það sem meira er, hún telur að
hún geti borið þennan koss áfram, gefið
hann öðrum sem eru tilbúnir til að taka
við samskonar upplifun.
En einn þeirra sem hún gefur þessa
gjöf bregst ekki við sem skyldi. Vissulega
hefur kossinn mikil áhrif á hann en þau
eru frekar til hins verra og er saga þessa
manns, en þó einkum konu hans Ingi-
bjargar, sem er gömul vinkona Elísa-
betar, stærsti hluti þeirrar sögu sem
Davíð segir. Ingibjörg, eða Indi, er grát-
gjörn kona með kaupæði á háu stigi, en
maður hennar, Jón, er þó enn skrýtnari
karakter. Hann er einnig haldinn þrá-
hyggju, þolir ekki að hafa hluti í kring-
um sig. Því bregður hann á það ráð að
byggja hillur uppi við loft í öllum her-
bergjum íbúðar þeirra Indi og þar hleður
hann öllum lausamunum: „Indi hafði
engu logið. Heimili þeirra Jóns minnti á
vísindaskáldskap. Þyngdaraflinu var
storkað af slíkri einurð að Elísabet óttað-
ist að líða upp í loft ef hún gætti sín ekki.
D ó m a r u m b æ k u r