Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 4
4 TMM 2012 · 2 Gísli Pálsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson Homo islandicus – inn að beini Bein manna, sérstaklega hauskúpur, voru lengi mikilvægust þeirra gagna sem líkamsmannfræðingar söfnuðu við rannsóknir á þróun og breytileika mannsins. Menn grófu upp bein, mældu þau, flokkuðu og greindu, varð- veittu þau í arkífum og sýndu á söfnum. Tæki og tól voru í stöðugri þróun, á átjándu öld var það „anthropometron“, „craniometer“ á þeirri nítjándu. Með sífellt nákvæmari útreikningum og tölfræði sveipaði líkamsmannfræðin sig áru hlutlægni og gerði sig gilda í heimi „alvöru“ vísinda. Reglur um stöðlun mannfræðilegra mælinga sem samþykktar voru, fyrst á Alþjóðaþingi mann- fræðinga í Mónakó árið 1906 og svo endurskoðaðar í Genf árið 1912, styrktu þessa ímynd. Þær renndu stoðum undir þá hugmynd að kynþættir væru raunveruleg stærð í lífheiminum, óháð hugmyndum manna og að flokkun þeirra væri eðlilegur ef ekki nauðsynlegur þáttur til skilnings á manninum. Sú skoðun virðist hafa verið lífseigari á köldu heimskautasvæðinu en víða annars staðar (Schindler 1985). Ástríðufull söfnun beina og mælingar þeirra var stunduð alla tuttugustu öldina, en með örri þróun erfðafræði á síðari hluta aldarinnar tók DNA við af beinum og öðrum gögnum (texta, tungu- máli og fornleifum) sem hin beini vegur til þekkingar á þróun mannsins og breytileika. Á þeirri leið vék líkamsmannfræði fyrir líffræðilegri mann- fræði. Hér rekjum við þessa sögu, frá því er lögð var áhersla á rannsóknir sem byggðu fyrst og fremst á textum (fornsögunum) og allt til líkamsmannfræði og síðar líffræðilegrar mannfræði; við setjum hana í samhengi við fræði- mennsku á tuttugustu öld og skoðum orðræðu mannfræðinnar um sögu og sérkenni Íslendinga, Homo islandicus.1 Þótt hugtakið Homo islandicus sé ekki hluti af orðaforða þeirra fræðimanna sem hér er fjallað um fellur það samt vel að hugtakasafninu og fangar þá líffræðilegu og menningarlegu eðlishyggju sem birtist oft þegar Íslendingar, bæði fræðimenn og almenn- ingur, ræða uppruna sinn og ímynd. Hugtakið er sótt til Spaugstofunnar, í þátt sem sýndur var í sjónvarpi árið 2004 og var skopstæling á náttúrulífs- þáttum Davids Attenborough. Þar er persóna í hans anda látin heimsækja búsvæði dýrategundarinnar Homo islandicus og skoða hefðir hennar og einkenni. Hér verður stuðst við verk nokkurra íslenskra fræðimanna og hugað að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: