Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 107
K æ r i E r l e n d u r
TMM 2012 · 2 107
Rittregðan kann að eiga sér skýringu. Í bréfi vestur um haf til Nínu,
dagsettu 17.11. 1944, segir Erlendur: „Eg hef legið alllengi veikur og er
nýfarinn að skreiðast á fætur. Það er sami sjúkdómurinn og ég hafði í árs-
byrjun 1940 nema miklu vægari. Hann þótti svo skrýtinn og skemmtilegur að
það var skrifað um hann í Læknablaðið þó ég hafi aldrei lesið það. Þá missti
ég jafnvægisskynjunina, sá allt tvöfalt, og tilfinninguna í hálfum líkamanum.
Nú missti ég aðeins tilfinningu hægra megin, aðallega í hendi og fæti. Ég get
ekki skrifað með penna, þess vegna færðu þetta vélritað. Ég á að vera sem mest
á gangi úti og mér lofað bata á nokkrum mánuðum.“ Erlendur lést 13. febrúar
1947, tæpum þremur árum eftir að hann skrifaði þessi tilgreindu orð.
Kalunka, kallaði Laxness þá menn sem hann vænti helst af að legðu sér til
fé fyrir milligöngu Erlendar á þeim tíma sem hér um ræðir (karl hlunka –
kalmúka – karlmunka eða hvernig sem orðið er myndað, það fylgir ekki
sögunni, en kemur tvisvar fyrir í bréfunum með óyggjandi hætti og er ekki
verra gæluyrði en hver önnur). Erlendur átti oft erindi við slíka menn fyrir
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, sem fyrir milligöngu hans lengdi nafn sitt
í Halldór Kiljan Laxness í upphafi bréfasendinganna árin 1924–29, svo ekki
þyrfti að heita „Mr. Guðjónsson“ erlendis. Nafnaukinn var um það bil að öðlast
opinbera skráningu með aðstoð Erlendar á þeim tíma sem Halldór kom sér
fyrir í bænum Taormina á Sikiley vorið 1925 til að skrifa Vefarann. Bréfin frá
Laxness vitna með sínum hætti um helsta einkenni Erlendar, greiðasemina,
sem fyrir honum var höfð á uppvaxtarárunum í heimahúsum hans og ein-
kenndi móður hans. Ekki annað að sjá en faðir hans hafi verið hinn vænsti
maður líka. Faðirinn, Guðmundur Jónsson lyfjasveinn í Reykjavíkurapóteki,
dó þegar Erlendur var á barnsaldri. Una Gísladóttir lést 1925, þegar Erlendur
32 ára gamall. Hún hafði þá um margra ára skeið rekið veitingasölu og gisti-
heimili í húsi sínu Garðastræti 18 og frá upphafi rekstrarins haft á sér það orð
að gera ekki upp á milli gesta og selja viðurgerninginn ódýrt. Af því leiddi að
til hennar safnaðist fólk sem átti sér óvisst athvarf af ýmsum ástæðum, vegna
sérþarfa, svo sem óreglu eða listræns metnaðar sem sat fyrir öðru. Jafnvel
eingöngu vegna fátæktar. Erlendur var yngstur fimm systkina sem öll létust
ung nema hann. Við lát móðurinnar 1925 tók hann við rekstrinum sem þá
hafði fengið á sig fastskorðaða mynd.
Hvað sem kann að líða annálaðri greiðasemi Erlendar var hann veitinga-
maður og starfaði sem slíkur og ef til vill ekki ástæða til að upphefja
þjónustulund hans á hærra stig en sem því nemur, þótt Laxness hafi gert
það m.a. í Skáldatíma. Þar hefur skáldið eftir Erlendi þau ummæli að hann
myndi leggja þeim manni til fé, ef hann gæti, sem til hans leitaði með þeim
orðum, að hann ætlaði sér að nota það til að fyrirfara sér, en myndi setja
mörkin við það, ef tilgangurinn væri að drepa annan mann og myndi þá vísa
manninum annað.2 Laxness telur þetta visku. Á sama tíma og þessir tveir
menn áttu mest saman að sælda voru úti í heimi margir nafnkunnir hugs-