Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 121
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 121
Afdrifaríkasta ágreiningsefnið eftir bylt-
inguna 1917 og lok borgarastríðsins
1920 var hvort láta skyldi kapítalismann
renna sitt skeið í þróun hins frumstæða
rússneska samfélags eins og kenningar
Karls Marx gerðu ráð fyrir eða hvort
reynt skyldi að hlaupa yfir hann. Fyrsti
foringi flokksins, Lenín, lamaðist og dó
áður en þetta mál var á enda kljáð, en
Stalín, arftaki hans og hópur í kringum
hann fékk því ráðið að hinu kapítalíska
þróunarstigi skyldi sleppt og stefnt að
‘sósíalisma’ í einu landi. Til þess að fá
þessum and-marxisma framgengt létu
þeir drepa eða fangelsa helstu keppi-
nauta sína, meðal þeirra sósíaldemó-
krata og hugsjónakommúnista. Þessi
harðsvíraða valdaklíka, sem eftir stóð
og var í reynd ný yfirstétt, minnir tals-
vert á hið ‘asíska’ stjórnarfar sem ríkt
hafði í Rússlandi frá því á miðöldum.
Hún hélt áfram að berast á banaspjót
þar til allt hrundi eftir sjö áratugi. Litlu
áður var samt því líkast sem einskonar
helfró gripi um sig í Sovétríkjunum með
skammri tilkomu Míhaíls Gorbatsjofs.
Valdaklíkan, sem í skammsýni sinni
ákvað að hlaupa yfir kapítalismann,
leyfði að sjálfsögðu ekki erlendum kap-
ítalistum að nýta auðlindir hins víð-
lenda ríkis. Hún vildi sitja að þeim sjálf.
Fyrir bragðið ávann hún sér fjandskap
kapítalískra ríkja og óttaðist með réttu
eða röngu innrás úr þeirri átt. Erlendir
herir höfðu vissulega þegar barist gegn
byltingarmönnum á árunum 1918–20.
Því fannst þeim ríða á að afla sér stuðn-
ings gegn slíkri hættu. Hans var helst að
leita meðal verkalýðs og sósíalista á
Vesturlöndum sem margir hverjir
treystu því lengi vel að hin ungu Sovét-
ríki stefndu í átt að sósíalisma og gætu
orðið bakhjarl þeirra. Ráðamenn í Sov-
étinu spöruðu ekki heldur viðleitni til
að kynda undir því viðhorfi.
Einn liður í þeirri innrætingu voru
skipulagðar boðsferðir til handa vinstri
sinnuðum forystumönnum og lista-
mönnum að vestan þar sem að sjálf-
sögðu var ekki sýnt annað en það sem
jákvætt mátti teljast, en örðugt að sjá sig
mikið um á eigin spýtur. Nóg var að
skoða í stuttri heimsókn í þessu fjöl-
menna og víðlenda ríki undir upplýs-
andi leiðsögn. Og það tókst furðu lengi
að dylja það sem miður fór þrátt fyrir
ýmsar ískyggilegar fréttir sem bárust að
austan. En þær birtust reyndar aðallega
í málgögnum, sem vestrænn verkalýður
þekkti öðru fremur að vilhöllum og
brengluðum frásögnum af verkalýðsbar-
áttunni heimafyrir. Af slíkum verkfalls-
fréttum er til dæmis orðið ‘Morgun-
blaðslygi’ upphaflega sprottið í íslensk-
um fjölmiðlum.
Það er á hinn bóginn vægast sagt
álitamál að réttlætanlegt sé að kalla
skipulagið í Sovétríkjunum kommún-
isma. Það samræmist í fyrsta lagi ekki
upphaflegum hugmyndum þeirra Marx
og Engels. Nafni bolsévikaflokksins var
að vísu breytt í ‘Kommúnistaflokk Ráð-
stjórnarríkjanna’ árið 1923 og trúlega
hafa höfundar nafnbreytingarinnar litið
á kommúnisma sem lokatakmark í fjar-
lægri framtíð. Sjálfir gengu sovétmenn
þó sjaldan lengra en að segjast vera ‘á
leið til sósíalisma’. Það voru öðrum
fremur andstæðingar kommúnista á
Vesturlöndum sem töldu sér henta að
gefa þetta nafn ýmsum óskapnaði sem
fréttir bárust af í Sovétríkjunum í þeim
tilgangi að sverta baráttu kommúnista
heimafyrir. En því verður ekki heldur
neitað að fjölmargir kommúnistar á
Vesturlöndum trúðu því lengi vel í ein-
lægni að í Sovétríkjunum væri sannur
kommúnismi í framkvæmd.
Komintern
Það er mikill misskilningur að Alþjóða-
samband kommúnista (Komintern) hafi