Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 58
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r
58 TMM 2012 · 2
Hvað sýna rannsóknir?
Íslensk börn lesa sífellt minna utan skólans og lesskilningi þeirra hrakar.
Þau lesa síður bækur sér til ánægju en börn í helstu samanburðarlöndunum
og minna en meðal-barnið í Evrópu. Strákarnir lesa talsvert minna en stelp-
urnar og unglingsstrákar minnst af öllum.
Ef litið er á nýlegar rannsóknir á lestrarvenjum barna virðist hlutfall þeirra
sem ekkert lesa liggja í kringum 25 prósentin. Þannig lesa 23% íslenskra 10.
bekkinga aldrei bók sér til ánægju sem er marktækt hærra hlutfall en meðaltal
35 Evrópulanda, skv. ESPAD-rannsókninni sem lögð var fyrir 2007.8 Fjöldi
bóklausra mældist enn meiri skv. rannsókn Þorbjörns Broddasonar, Börn og
sjónvarp á Íslandi, 2009. Þá höfðu 28% 10–15 ára barna ekki lesið aðra bók
en skólabækurnar undanfarinn mánuð og einungis 4% töldust stórlesendur,
þ.e. höfðu lesið 10 bækur eða fleiri.9 Svipaðar niðurstöður fengust í rann-
sókninni Ungt fólk á Íslandi 2011. Þar reyndust 20–25% nemenda í 5., 6. og
7. bekk aldrei lesa aðrar bækur en skólabækurnar.10
Þegar þróunin er skoðuð sést að bóklausum börnum hefur fjölgað mikið
á fjórum áratugum. Í bóklausa hópnum voru 11% 10–15 ára barna árið
1968 en árið 2009 voru 28% barna bóklaus. Hæst fór hlutfallið í 33% árið
2003. Lestrarhestarnir á sama aldri voru 10% hópsins árið 1968 en höfðu
skroppið saman í 4% árið 2009. Fæstir voru lestrarhestarnir árið 2003 þegar
aðeins 3% barna sögðust lesa mjög mikið.11 Athyglisvert er að þótt ánægju-
legur viðsnúningur hafi orðið milli 2003 og 2009, þegar bóklausi hópurinn
minnkaði um 5 prósentustig, fjölgaði aðeins um eitt prósentustig í kappsam-
asta hópnum.
Ef til vill gefur það enn betri mynd af stöðunni að áætla fjölda barna
sem les eða les ekki. Í meðalárgangi í grunnskólunum eru 4.500 börn. Þetta
þýðir að í árganginum sem lauk grunnskólaprófi 2007 (börn fædd 1991)
voru meira en þúsund bóklausir einstaklingar, skv. ESPAD-rannsókninni.
Í árgöngunum sex sem tóku þátt í rannsókninni Börn og sjónvarp á Íslandi
2009 eru um 27 þúsund börn. Áætla má að af þeim hafi hátt í 1.100 lesið
mjög mikið en sjö sinnum fleiri, eða um 7.700 börn á mið- og unglingastigi
grunnskólans, voru bóklaus.
Hér er vert að bæta við tölum um kynjamun á lestraráhuga. Kynjamunurinn
margumræddi sem vakti svo mikla athygli haustið 2011 byggist á árangri í
lesskilningi í PISA-prófunum 2009. Þar reyndust 23,2% reykvískra pilta
raða sér í neðstu hæfnisþrepin í lesskilningi og 9% stúlkna. Kynjamunurinn
var hvorki nýr né óvæntur og ekki sér-reykvískur heldur. Utan Reykjavíkur
röðuðust 24,3% pilta og 9,8% stúlkna í lægstu hæfnisþrepin.12 Þessi slaki
árangur stórs hóps unglinga í lesskilningi endurspeglar lestrarvenjur þeirra.
Stelpur lesa miklu meira en strákar og kynjamunurinn er birtingarmynd ólíkra
lestrarvenja kynjanna. Í tengslum við PISA-kannanirnar eru börnin spurð
ýmissa spurninga sem gefa eiga mynd af bakgrunni þeirra, lestrarvenjum og