Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 2 131
myndasöguhöfundurinn Láki, fær list-
rænt séð meira vægi innan sögunnar, en
eins og fram hefur komið eru þrjár
sagna hans birtar í bókinni og varpa á
sinn hátt ljósi á ýmis átakamál verksins.
Láki virðist gangast inn á hugmyndir
Elísabetar og hafa þegið af henni ‚koss‘,
með tilheyrandi hæfileika til að gefa
hann áfram. Staða hans er þó tvíræðari
en Davíð veltir því stundum fyrir sér að
hversu miklu leyti Láki sé að leika hlut-
verk. Lesandi hlýtur að velta þessu fyrir
sér líka, sérstaklega í ljósi myndasagn-
anna, en sú sem opnar bókina, tilbrigðið
við sköpunarsöguna sem inniheldur
hugmyndina um Lífsins tré og ‚kossinn‘
endar ekki beint á björtum nótum fyrir
þá sem verða hans aðnjótandi. Sagan
segir frá tveimur ævintýragjörnum ung-
mennum sem sætta sig ekki við einfald-
leika hversdagsins og leggja upp í leit að
Lífsins tré með kind í bandi. Eftir að
hafa fundið tréð og borðað ávöxt þess,
heyra þau rödd Guðs og hann er ekki
ánægður: „Héðan í frá verður engin
friðsæld í sálum ykkar. Þið verðið knúin
áfram af innri ófullnægju […] Kyssist
þið börn. Sú verður leið ykkar til að geta
afkvæmi. Ekki af lendum ykkar [minn-
umst hér að Davíð er ættleiddur], heldur
með kossi, með andardrættinum. Þau
verða ekki hold af ykkar holdi, heldur
eldur af ykkar eldi“ (46–47). Þau kyssast
og þegar þau snúa til baka til kindarinn-
ar er hún dauð, en þau skera hana samt
á háls í fórnarskyni og lokamyndin
sýnir kindina dauða, liggjandi í blóð-
polli; fyrir miðju hans er hvítt far eftir
hönd. Er þetta sjálft guðslambið?
Söguna gerir Láki í kjölfar atburð-
anna sem eru uppistaða bókar Guðrúnar
Evu, eftir að allt hefur farið á versta veg.
Innblásturinn fær hann úr Biblíu sem
hann finnur á bóndabæ foreldra Elísa-
betar, en þangað flýja þau Elísabet
undan æði Jóns. Bærinn er á Suðurlandi,
jörðin eyðilögð vegna eldgossins og
öskufallsins sem hefur lagt hluta lands-
ins í eyði: „brunnin hús, ónýtar búslóðir
og […] sjórinn […] orðinn að þurru
landi“ (322). Þrátt fyrir þetta er bærinn í
ágætu ástandi, því Davíð sinnir honum
af alúð, límir fyrir glugga og mokar burt
ösku. Áður hafði Láki skrifað útgáfu af
ævintýrinu um Bláskegg og nú veit hann
hversvegna: „Hinu forboðna er stillt upp
eins og beitu á öngli og boðskapurinn
virðist vera sá að maður eigi að falla fyrir
freistingunni. Maður eigi að grafast fyrir
um sannleikann, sama þótt það hafi
skelfilegar afleiðingar“ (321). Bataille
hefði orðið glaður. Þegar Davíð kemur á
bæinn, eftir að allt er um garð gengið, og
heyrir frásögn móður sinnar: „eins og
hún hefði verið að bíða eftir að fá að létta
á hjarta sínu, eða réttara sagt firra sig
ábyrgð, þyrla upp ryki líkt og sveitungi
hennar, Katla“ (338). Hér kemur það enn
á ný, sköpunarkrafturinn, eða helsti
fulltrúi hans, er illur, henni er líkt við
eldfjallið sem valdið hefur gríðarlegri
eyðileggingu.2 Áður hafði komið í ljós á
hvern hátt eldfjallið er illt, en á ferðum
sínum til ættaróðalsins kemst Davíð í
kynni við jarðfræðinga og „illskan barst
í tal af því að þau töluðu oft um eldfjall-
ið, lifibrauð sitt og helsta viðfangsefni,
eins og það væri illt.“ Þau útskýra þetta
nánar: „Eldfjallið er ekki með meðvituð-
um hætti að reyna að skemma út frá sér“,
en „því stendur nákvæmlega á sama.
Þannig er illskan. Hún er í felubúningi.“
Það þarf að viðurkenna illskuna og taka
með því afstöðu „og það er í það minnsta
óþægilegt, í versta falli lífshættulegt.
Þess vegna reynum við með hugarleik-
fimi að umbreyta illskunni í andstæðu
sína. Breyta blýi í gull“ (216).
Hér má vel greina einskonar leiðarstef
eða ‚lykil‘ að verkinu, þó sköpunin/
freistingin sé ill og boði allt illt þá
kemur það ekki í veg fyrir að við reyn-