Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 5
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i
TMM 2012 · 2 5
því félagslega minni sem þau birta, hvernig fortíðin er staðfest og varðveitt
(Connerton 1989). „Þankagangur“ (Denkstil) fræðanna er hugtak sem á
rætur í skrifum Ludwiks Fleck (1979) og hann er sprottinn úr fjölbreyttum
jarðvegi, í honum sameinast heimasprottnar hugmyndir og aðfengnar, sumt
er þar mótað af þjóðernishyggju, annað úr fræðasamfélaginu. Þankagangur
fræðanna tekur hins vegar á sig ólíkar myndir hvað varðar aðferðafræði
og heimildir, og aðalgögnin eru ýmist textar, bein eða DNA. Samkvæmt
Fleck fylgja nýjum „stíl“ hvörf í fræðilegum áhuga (1979:142). Þegar nýr
þankagangur kemur fram, halda fylgjendur hans því sigurvissir fram að
þeir hafi öðlast sérstakan aðgang að fortíðinni. Þankagangurinn mótar
fræðasamfélagið, ákveður hvers skal spyrja, hvers konar kenningar eru
teknar gildar, hvaða aðferðum skal beita og hvers konar gögn skipta máli.
Í samhengi við umfjöllunarefnið hér, þar sem mannabein eru í aðalhlut-
verki, er skemmtilegt að Fleck notar einmitt „anatómíu“ til að skýra mál sitt
(1979:133). En „þankagangur“ verður ekki til úr engu, eins og Fleck bendir á,
hann er afsprengi þess umhverfis sem hann verður til í, bæði er hann skap-
aður af og skapar ímyndað samfélag (Anderson 1983) þjóða, menningar-
heilda og fræðigreina og hefðir þeirra um minni og vald.
Ímyndað samfélag Íslendinga
Samkvæmt opinberu sögunni sem okkur er kennd hófst landnám Íslands árið
874, aðallega af norrænnum mönnum, þó einhverjum frá Bretlandseyjum.
Sumar rannsóknir á síðustu árum benda þó til þess að menn hafi numið hér
land töluvert fyrr (Ahronson 2012). Ef svo er beið norrænu landnemanna
ekki autt landslagið, þvert á ríkjandi skoðun á liðnum öldum. Við vitum
líka að norrænir menn, bæði frá Íslandi og Noregi, héldu lengra í vestur og
dvöldu til lengri tíma á Grænlandi og í Norður-Ameríku (Sutherland 2000).
Nýleg erfðafræðirannsókn bendir til þess að rekja megi einn ættlegg hvatbera
(mtDNA) sem finnst í Íslendingum í dag, aftur til landnáms Ameríku fyrir
þúsundum ára og líklegasta skýringin á þeirri ráðgátu sé að ein kona, að
minnsta kosti, úr hópi frumbyggja Norður Ameríku hafi komið til Íslands á
landnámstímanum (Sigríður Sunna Ebenesersdótttir o.fl. 2011).
Eins og þekkt er þá mörkuðu endalok þjóðveldisins upphaf yfirráða ann -
arra þjóða sem stóðu um aldir, fyrst Noregs en svo Danmerkur, sem fékk
Ísland með í kaupunum þegar Danmörk tók yfir Noreg. Nýlenduherrarnir
fólu Íslendingum að leika hlutverk forfeðra norrænnar siðmenningar. Í augum
Svía og Norðmanna voru fornbókmenntirnar norsk sköpun og tilviljun ein
réð því að þær voru skráðar og tímabundið varðveittar á Íslandi af norskum
útflytjendum. Þýskir þjóðernissinnar aðhylltust svipaðar hugmyndir, og
lögðu áherslu á germanskar rætur sagnanna og fléttuðu þeim saman við sinn
þjóðlega arf. Síðar byggðu Íslendingar kröfu sína um sjálfstæði með skír-
skotun í þann arf sem birtist í tungumálinu og bókmenntunum. Íslendingar