Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 79
„ E i n u s i n n i va r – t r é d r u m b u r“
TMM 2012 · 2 79
hetjunnar Astro Boy (Tezuka, 2002) við Gosa, en Astro Boy er véldrengur
búinn til í þeim tilgangi að uppfylla þörf foreldranna fyrir nýjan son í stað
þess sem fórst. Höfundi Astro Boy, Osamu Tezuka, hefur greinilega þótt vænt
um ævintýrið um Gosa því hann hefur teiknað sína eigin manga-útgáfu
af henni (Tezuka, 1952), sem fylgir þó að mestu söguþræði Disney-kvik-
myndarinnar.
Þessi mikli fjöldi margskonar afleiddra verka er nú orðinn hluti af
verkinu Gosi í ákveðnum skilningi og hefur áhrif á skilning fólks á verkinu.
Gosi er orðinn að sjálfstæðri menningarlegri stofnun í skilningi menn-
ingarfræðanna þar sem verkið er orðið að viðmiði sem oft er skírskotað
til. Má nefna hversu oft er vísað í nefið sem lengist við ósannsögli, og
umbreytinguna úr spýtustrák í alvörudreng. Í dægurmenningu birtist Gosi
á fjölbreytilegan hátt, til dæmis í teiknimyndum og myndasögum, sem
algengur grímubúningur, sem vörumerki allskonar leikfanga og sælgætis.
Menningarfræðingar myndu segja að allar þessar vörur væru orðnar hluti
af eiginlegum texta Gosa. Það er athyglisvert að hið ofbeldisfulla er yfirleitt
gjörsamlega horfið úr flestum þessara afleiddu texta. Félagsfræðingurinn
Richard Wunderlich og enskuprófessorinn Thomas J. Morrisey greindu
mörg hundruð útgáfur af verkinu, í formi bókmennta, leikrita og kvikmynda
í Bandaríkjunum síðustu ár. Útgáfurnar eru mjög ólíkar, margar eru styttar
útgáfur á sögu Collodis, sumar fjalla um aukapersónur, aðrar eru skáldverk
sem halda áfram þar sem Gosi Collodis endar. Wunderlich og Morrisey
komast að fjölmörgum forvitnilegum niðurstöðum, meðal annars þeirri að
sagan af Gosa hafi gegnum áratugina verið milduð mjög í takt við það sem
þótti við hæfi að lesa fyrir börn og til að skerpa á hverjum þeim uppeldis-
legum boðskap verksins sem þótti eiga við hverju sinni – þróun Gosa haldist
í hendur við ýmsar breytingar, bæði félagslegar og í uppeldis- og menntahug-
myndum (Wunderlich og Morrisey, 2002). Um leið hafi sagan af Gosa þróast
yfir í andstæðu sína í þessu langa ferli, ríkjandi form hennar sé ofureinfaldað
og kjarninn í sögunni sé að hvetja til auðsveipni og hlýðni.
Lok
Nýlegar útgáfur af Gosa, svo sem hin íslenska Gosi – ævintýri spýtustráks
(Collodi, 1883/1987) og kvikmynd Benignis Pinocchio (Benigni, 2002), sem
báðar fylgja verki Collodis frá 1883, benda til áhuga á og afturhvarfs til
hinnar dökku sæborgar Collodis. Gosi er flókin sæborg, miklu flóknari og
áhugaverðari en ætla má af þeirri hefðbundnu ímynd sem hinn almenni
lesandi hefur af honum og rekja má til Disneys. Hann á sér dökkar, ærsla-
fullar, illar hliðar sem eru áberandi og miðlægar í sögu Collodis. Hann er
hin illa sæborg, sem verður að umbreytast í hina góðu til að verðskulda
fullkomlega mennskan líkama. Þetta fellur afar vel að sæborgarfræðum þar
sem mennskan er fólgin í líkamanum og sæborgir vekja ótta – en hafa um