Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 55
B a r i s t a n o g é g TMM 2012 · 2 55 fagra fljóð, fagra fljóð.“ Fuglinn söng að sjálfsögðu til baristunnar og hún söng til fuglsins á móti: „Fagri fugl, fagri fugl, fagri fugl.“ Ég hló og baristan hló og fuglinn hló og fiskarnir stukku hlæjandi úr vatninu. Ég óð út í vatnið með baristunni og myndaði bolla með höndunum og dýfði þeim í vatnið. Og hendur mínar voru bolli, vínglas nánar tiltekið, og vatnið var vín nánar tiltekið, og mávarnir voru grænmetiskebab nánar tiltekið sem ristaðist yfir opnum eldi sem ég hafði kveikt á ströndinni. Og sólin var reyndar máninn og ég var reyndar ástfanginn og baristan sagði „ég elska þig reyndar líka“ og allt var mjög raunverulegt og mér leið vel og ég vissi að það væri gott og rétt og satt því ég fann það. Við borðuðum kebaba sem voru ekki mávar og gáfum fiskunum sem voru raunar gullinsækir og drukkum vínið sem var ekki vatn, og fiskarnir sem voru fiskar og fuglarnir sem voru fuglar brostu. Ég sagði baristunni að ég ætti hús sem væri í raun og veru hús og að það væri bara rétt handan vatnsins og baristan lagði til að við færum á kanónum sem ég hafði borið á bakinu allan daginn meðan við tíndum sólblóm og drukkum vín og brostum. Ég hló því baristan var svo mikill rómantíker að vilja fara á kanó þegar ég hafði þegar gert ráð fyrir að við sigldum á snekkju yfir. Baristan mín var svo hug- myndarík og ófyrirsjáanleg og ég sagði henni það og hún kyssti mig því hún er hvatvís og rómantísk og vildi fara á kanónum og ég sagði „auðvitað elsku besta baristan mín.“ Svo við gengum yfir vatnið sem var vatn og það rennbleytti mig í fæturna en buxurnar hafði ég brett upp og baristan var berfætt því hún var alltaf í kjól á litinn eins og sólin. Þar sem við gengum tíndi ég handa henni tóbaks- korn sem uxu á vatnsfletinum og ég spurði hana hvort henni líkuðu tóbaks- korn og hún sagðist elska þau og ég sagði við hana „ég elska þig barista og ef þú tekur við þessum tóbakskornum fylgir því engin kvöð um að giftast mér en myndirðu vilja giftast mér ef ég gæfi þér þau?“ Og þetta var ekki brella og þetta var engin tækni og þetta var bara satt og rétt og baristan sagði „ég tek aðeins við þessum tóbakshornum ef þú giftist mér í kvöld og dregur glæsilega gljáandi hring á fingur mér“ og ég var á hnjánum, ég bleytti á mér hnén í vatninu og það var allt vegna þess að ég var að biðja hennar og þegar maður biður einhvers þá lítur það alveg sérstaklega vel út í aðstæðum eins og þeim þar sem hnén á manni blotna því það sýnir nákvæmlega hversu litlu máli eitthvað eins og blaut hné skiptir í samanburði við heitbönd til eilífðarnóns og gljáandi hringi og brosandi himna. Ég sagðist mundu giftast henni og hún sagðist mundu giftast mér og við vorum heima hjá mér og ég hafði þegar gert altarið klárt og það var enginn prestur en sólin og máninn mundu gefa okkur saman og við myndum skrifa undir á vatnsflötinn og það yrði bindandi og satt og fagurt. Ég stóð frammi fyrir henni og hélt henni ræðu sem var ekki beinlínis blaðlaus því hún var þegar rituð í hjarta mér og ég sagði: „Elsku besta barista, ég hef ætíð vitað, síðan áður en við tíndum sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: