Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 132

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2012 · 2 um að umbreyta henni, sjá hana sem jákvætt afl (sem Bataille gerir vissulega). En viðhorfið er samt alltaf tvírætt, því um leið erum við minnt á misheppnaðar tilraunir alkemistanna, sem reyndu öldum saman að finna lykilinn að eilífu lífi og breyta blýi – eða jafnvel hverju sem var – í gull. Allt með kossi vekur byggir þannig á grundvallar þversögn, sem stöðugt er tekist á um – og tekist á við, allt frá hinu smæsta og hversdagslega (er kellingin á dópi?) yfir í sjálfa spurninguna um til- gang lífsins, en hann er viðfangsefni sögu Láka um Lífsins tré: „Í öll þessi ár hafði hann þráð að semja sögu sem fjallaði um hvorki meira né minna en tilgang lífsins“ (320). Þversögnin sem liggur verkinu til grundvallar kemur einnig fram í sögu- manninum Davíð. Hann hefur, allt frá unglingsaldri, lagt kapp á að gera líf sitt að andstæðu við líf móðurinnar („umbreyta illskunni í andstæðu sína“?) og helgar sig hversdagslífi fjölskyldu- mannsins, er giftur venjulegri konu og á með henni tvær dætur. Og hann er ákveðinn í því að sinna dætrum sínum betur en móðir hans sinnti honum. En sú mynd sem við sjáum er vaxandi þrá- hyggja hans sjálfs gagnvart þessu við- fangsefni, sögu Indi, sem jafnframt er saga móður hans og Láka, og svo auð- vitað Jóns. Þráhyggjan snýr að skilningi, leitinni eftir því að skilja sjálfan sig, móðurina og sambandið við hana. Þannig fær myndasagan í upphafi verks- ins enn á ný aukið vægi í þessum vanga- veltum um skilning, en fyrri hluti henn- ar rekur Biblíusöguna um Skilningstréð og dramað í kringum það. Þrátt fyrir þessar áhugavekjandi tengingar og ítrekaðar útskýringar Davíðs á skrásetn- ingunni þá verður aldrei alveg ljóst af hverju hann sökkvir sér svo gersamlega ofan í þessa sögu. Vissulega verður sendingin frá móður Láka til þess að hann fer að rifja upp og tína til ýmis gögn sem hann hefur geymt í fórum sínum, meðal annars dagbækur Indi og Jóns, en samt vantar eitthvað upp á að vaxandi þráhyggja Davíðs eigi sér nægi- lega styrkar stoðir innan verksins. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að Davíð er afar athyglisverð persóna og leit hans að ‚sannleikanum‘ sömuleiðis. Fyrir það fyrsta þá er ljóst að Davíð samsamar sig móður sinni allmikið þegar kemur að skrifunum, en þau eru mjög ‚skapandi‘ svo ekki sé meira sagt. Þessu vill hann ekki gangast við, en þegar kona hans bendir honum á að hann sé í raun að skrifa skáldsögu bregst hann þversum við: „Ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væri ekki að skálda, ég væri að grennsl- ast fyrir og raða. Ég er ekki að skrifa lög- regluskýrslu, sagði ég. Það er sumt sem kemur ekki beinlínis fram í gögnunum, en sem hægt er að glöggva sig á, bara með smá hugsun, með því að setja sig í spor þessa fólks, velta fyrir sér ástæðum þess og líðan. Svona eins og í sögulegri skáldsögu, ítrekaði Védís. Kannski, já, svolítið eins og í sögulegri skáldsögu, andvarpaði ég, þótt ég sé ósammála þeirri skilgreiningu. Mér finnst frekar að ég sé að segja frá því sem ég veit og láta það koma heim og saman“ (287–288). Þrátt fyrir þessi mótmæli Davíðs má þó vera ljóst að hann er að fást við skáld- skap, list og sköpun og fetar að því leyti í fótspor móður sinnar, ekki síst þegar hann álítur sig geta höndlað sannleikann með því að setja sig í spor annars fólks og talar um að segja frá því sem hann ‚veit‘, en sú vitneskja byggist greinilega á innsæi en ekki heimildum. Þar er hann algerlega sonur móður sinnar sem telur Sannleikann og Skilninginn felast í list-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.