Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 96
S i g u r ð u r Pá l s s o n 96 TMM 2012 · 2 Ég hafði gert ráð fyrir tveimur, fjórum, jafnvel sex leikkonum. En á þessu tímabili þróaðist hin snjalla hugmynd leikstjórans að tvær leikkonur og tveir karlleikarar myndu leika verkið, það kom upphaflega til vegna þess að tveir afburðakarlleikarar voru á lausu og til í tuskið. Þetta víkkar út perspektífið, nú sjáum við ekki lengur tvær klikkaðar konur heldur allsherjarklikkun hins mannlega hlutskiptis. Í apríl 2008 var loks komið að lokakafla ritunar. Mig hefur allt mitt líf langað til Sikileyjar en aldrei komist fyrr en í apríl 2008 að við KJ áttum þess kost að fara þangað. Þar kláraði ég Utan gátta þannig að hægt væri að hefja æfingar seinni part maímánuðar. Við vorum í Sýrakúsu lengst af. Þar bjó Æskýlos lengi, Sýrakúsa var grísk borg þar sem mörg leikverka hans voru frumflutt. Þar er næststærsta gríska útileikhúsið, tekur 15 þúsund áhorfendur, bara Epídáros er stærra. Elsku karlinn, hann Æskýlos, hann er alltaf sagður svo frumstæður, óleikvænn, einmitt það finnst mér dásamlegt. Mér er mjög hlýtt til hans. Óresteia er eini heili þríleikur grískra harmleikja sem varðveist hefur. Að hans frumkvæði var einum leikara bætt við andspænis kórnum, þetta hafði úrslitaþýðingu fyrir þróun leiklistar. Þarna hófst 2500 ára saga leikhúss í okkar heimshluta. Sófókles bætti svo við þriðja leikaranum, þarmeð var gríski harmleikurinn fullskapaður. Þarna sat ég á Caffe Sada og skrifaði, fallegar kökur í stórum útstillingar- skápi, engin tónlist, bara vitund um sjóinn úti fyrir og Æskýlos og eilífð leik- listarinnar. Fórum stundum upp í gríska leikhúsið, ég hrópaði texta úr Utan gátta af sviðinu til að prófa hljómburðinn. Hann var ótrúlegur. Síðustu dagana á Sikiley vorum við í Taormina þar sem HKL skrifaði Vefarann. Andstætt hinni dásamlegu borg Sýrakúsu reyndist Taormina lítill og ferðamannaþjakaður smábær. Við enda einu aðalgötunnar er frægur bar sem heitir því bjánalega nafni Wunderbar. Þar ganga vofur ótalmargra listamanna um sali, vofur Goethes, Halldórs Laxness, Tennessee Williams, Fassbinders og þannig mætti endalaust áfram telja. Við þangað. Létum gott heita einu sinni, kaffið kostaði fimm og hálfa evru, jafnvel fyrir hrun fannst mér það of dýrt fyrir vofuna af Tennessee Williams með fullri virðingu fyrir því yndislega leikskáldi. En þarna á hosteli í útjaðri Taormina setti ég endanlega saman mósaík- verkið Utan gátta. Heimkominn rakst ég í blaði á snilldarkomment eftir Rebeccu West, höf- und sem ég þekki ekki neitt, en fannst það algjörlega hæfa sem mottó fyrir Utan gátta, gat ég fundið neitt betra; það hljóðar svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: