Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 120
Á d r e p u r 120 TMM 2012 · 2 bók hans Sovét-Ísland óskalandið, svo sem um meint stöðugt fjárstreymi til íslenskra sósíalista og vopnaþjálfun í Moskvu (sjá einkum greinar Kjartans Ólafssonar í Tímariti Máls og menning- ar, 1. hefti 2011, s. 82–98 og Morgun- blaðinu 11. des. 2011, s. 24–25). Hér skal bent á nokkrar aðrar villur. Kommúnismi sem hugmynd Engin fræðileg skilgreining er í bókinni á hugtakinu kommúnismi (sem í grunn- inn er öðru fremur réttlætiskennd, sam- vinna og samúð). Svo er helst að skilja að kommúnismi hafi orðið til með bylt- ingu eða valdaráni bolsévika í Rússlandi haustið 1917. Og í framhaldi af því hafi íslenskir kommúnistar fyrst orðið til í Kaupmannahöfn árið 1918. Þess er fyrst að geta að hugtakið kommúnismi er amk. tveim kynslóðum eldra en fyrrnefnd bylting. Það er bók- fest í Kommúnistaávarpi Marx og Eng- els 1848. Hugmyndir gegn kúgun og arðránni einnar stéttar á öðrum og um jafna aðstöðu eða mat á mikilvægi starfsgreina er þó langtum eldri, og má frá öndverðri 19. öld nefna Bretann Robert Owen, Frakkana, Fourier, Saint- Simon og Proudhon og Rússann Bakun- in. Meira segja ræddu menn um komm- únisma á einum fundi í Kvöldfélaginu í Reykjavík kringum 1870. Þessir frumkvöðlar voru reyndar oft kallaðir útópistar og anarkistar eða staðleysumenn og stjórnleysingjar, og vissulega má segja að hugmyndir margra um kommúnisma fyrr og síðar jaðri líka við draumsýn. Karl Marx var sem vísindamaður alla sína ævi að skil- greina þróun kapítalismans og væri sjálfsagt enn að, hefði hann lifað. Á hinn bóginn voru hugmyndir hans um framtíðarskipulag í anda kommúnisma heldur óljósar, enda hafði hann ekki á neinni reynslu að byggja. Það voru næstu kynslóðir sem fóru að búa til hugtök einsog marxismi, lenínismi og jafnvel stalínismi. Byltingin í Rússlandi Fjölmargir andófshópar höfðu starfað ólöglega í rússneska keisaradæminu seint á 19. öld og kringum aldamótin 1900. Þeir áttu það eitt sameiginlegt að vilja steypa keisarastjórninni. Þeir fjár- mögnuðu starfsemi sína ekki síst með bankaránum, en sumir efnaðir athafna- menn, til dæmis í olíuiðnaði, styrktu þá líka í þeirri von að þeir fengju í staðinn meira svigrúm til fjáröflunar þegar hinni þunglamalegu keisarastjórn hefði verið steypt. Þeir vissu ekki frekar en aðrir hvað átti eftir að gerast. Það var fyrir röð af tilviljunum og strangt skipulag að bolsévikar (sem ekki merkti annað en meirihluti rússneska sósíal- demókrataflokksins samkvæmt valda- hlutföllum á flokksþingi árið 1903) urðu á endanum mestu ráðandi í byltingunni og munaði þó stundum ekki nema hárs- breidd hverjir yrðu ofaná. Fjöldi alþýðufólks og mannvina um heim allan tók þessari byltingu af mik- illi vongleði. Loksins átti að takast að byggja réttlátt þjóðfélag. Fólk af þessum toga vissi aftur á móti ekki til sanns fyrr en seint og um síðir hvernig í pottinn var búið. Af Íslendingum með eindregn- ar sósíalískar eða kommúnískar hug- sjónir fyrir byltinguna í Rússlandi nægir að nefna skáldin Þorstein Erlingsson og Stephan G. Stephansson. Þorsteinn dó áður en sá atburður gerðist, en Stephan tók rússnesku byltingunni af skynsam- legri varfærni. Ráðstjórnarríkin Félagar í rússneska bolsévikaflokknum virðast í öndverðu hafa haft ýmsar og ólíkar hugmyndir um hvernig koma skyldi á sósíalisma og kommúnisma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.