Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2012 · 2
æðsta markmið hvers listamanns. Eftir
að verkið hefur tekið þessa stefnu túlkar
það ekki aðeins umheiminn og bregður
honum undir smá- eða kviksjá, heldur
hefur það beinlínis áhrif á framvindu
hans. Þannig verður bók Rögnu smám
saman að hugleiðingu um möguleika
listarinnar til að hafa áhrif á veru-
leikann, annars vegar, og um öflin
íhaldssömu sem eru listinni steinn í
götu, hins vegar. Hér hvarflar hugurinn
ósjálfrátt til ferils listsýningarinnar
Koddu sem var fyrst úthýst úr Listsafni
Árnesinga í lok árs 2010 og komst aftur í
sviðsljósið síðasta vor þegar hún var sett
upp í Nýlistasafninu. Þá kvörtuðu Egg-
ert Pétursson og Kristján B. Jónasson
undan því hvernig farið var með Flora
Islandica – tölusetta, áritaða bók í lín-
klæddum viðarkassa þar sem teikningar
Eggerts af íslenskri flóru njóta sín í
stóru broti – á sýningunni, en bókin
hafði verið ötuð í matarleifum. Við-
brögðin við verkinu og sýningunni
afhjúpuðu hversu íhaldssamir sumir
listamenn, eigendur listasafna og útgef-
endur eru enn – fólk sem maður skyldi
ætla að væri í framvarðarsveit listarinn-
ar – og þrá þessara aðila til að hlekkja
niður merkinguna. Foreldrar Diljár og
fulltrúar listaháskólans leika þeirra
hlutverk í Bónusstelpunni.
Listin er hins vegar ekki eina aflið
sem getur haft áhrif á veruleikann utan
frá. Þar leikur efnahags- og fjármála-
kerfið einnig mikilvægt hlutverk. Sögu-
sagnir einar geta til dæmis snarhækkað
eða -lækkað verð bréfa á mörkuðum
sem hefur aftur áhrif á rekstur fyrir-
tækja, atvinnuöryggi, og svo framvegis.
Kraftaverkin sem útrásarvíkingarnir
gerðu á fjármálamörkuðum reyndust
tálsýn ein þegar litið var til baka – en
þau gerðust samt meðan almenningur
og fjölmiðlar og lánastofnanir trúðu
þeim. Góðærið var kannski bara góð
saga, en einmitt þess vegna átti það sér
stað; allir voru að hlusta. Í skjóli hag-
fræðinnar og/eða sögunnar reyndu ein-
hverjir að ljá góðærinu vísindalegan blæ
– skýra það sem algildan sannleik – en
Diljá gerist aldrei svo hrokafull. Girndin
kitlar hana; um tíma veltir hún því fyrir
sér hvort hún sé í raun kraftaverkakona
en hún trúir því aldrei til fullnustu.
Enda fer brátt að bera á óánægju; ásök-
unum um svikna vöru. „Þú getur ekki
gert kraftaverk. Veistu það ekki?“ (176)
spyr maður hana með dauðan hund.
Diljá veit það. Hún veit að hún er bara
persóna í leikriti sem hún er alls ekki
höfundurinn að, leikriti sem viðskipta-
vinir Bónuss skrifuðu sjálfir. Á sama
tíma er hún þó, eins og fjárglæframenn-
irnir, sek um að leika með.
Spurningin um hvað tilheyrir veru-
leikanum og hvað stendur utan hans er
því áleitin í Bónusstelpunni. Á einum
stað hugsar Diljá: „Þetta var gjörningur,
ekki raunveruleikinn. Fólk hlaut að átta
sig á því fyrr en síðar“ (86). En trúin á
Bónusstelpuna verður veruleikanum
yfirsterkari, eða, öllu heldur, trúin á
mátt hennar gerir kraftaverkin sönn.
Ströng og köld vísindahyggja sem krefst
óvefengjanlegra sannana hefur á undan-
förnum öldum drepið kraftaverkin og
hið ósýnilega. Þess vegna „var eftirspurn
eftir kraftaverkum“ (111) sem Diljá svar-
aði óafvitandi þegar hún kom á kass-
ann. Eftirspurnin kemur af jaðri sam-
félagsins, frá þeim sem minna mega sín.
Í sögunni verður Bónus að myndlíkingu
fyrir þennan jaðar þar sem hinir fátæku
og skrítnu – allir þeir sem ekki ganga í
takt við samfélagið – leika lausum hala.
Bónus er merkingarþrungið rými; þar
kaupa hinar vinnandi stéttir inn, en
verslunin er engu að síður í eigu
útrásar víkinga sem hafa séð skuldir
sínar – að margfaldri upphæð þess sem
flestir sem kaupa inn í Bónus geta nokk-