Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 136

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2012 · 2 æðsta markmið hvers listamanns. Eftir að verkið hefur tekið þessa stefnu túlkar það ekki aðeins umheiminn og bregður honum undir smá- eða kviksjá, heldur hefur það beinlínis áhrif á framvindu hans. Þannig verður bók Rögnu smám saman að hugleiðingu um möguleika listarinnar til að hafa áhrif á veru- leikann, annars vegar, og um öflin íhaldssömu sem eru listinni steinn í götu, hins vegar. Hér hvarflar hugurinn ósjálfrátt til ferils listsýningarinnar Koddu sem var fyrst úthýst úr Listsafni Árnesinga í lok árs 2010 og komst aftur í sviðsljósið síðasta vor þegar hún var sett upp í Nýlistasafninu. Þá kvörtuðu Egg- ert Pétursson og Kristján B. Jónasson undan því hvernig farið var með Flora Islandica – tölusetta, áritaða bók í lín- klæddum viðarkassa þar sem teikningar Eggerts af íslenskri flóru njóta sín í stóru broti – á sýningunni, en bókin hafði verið ötuð í matarleifum. Við- brögðin við verkinu og sýningunni afhjúpuðu hversu íhaldssamir sumir listamenn, eigendur listasafna og útgef- endur eru enn – fólk sem maður skyldi ætla að væri í framvarðarsveit listarinn- ar – og þrá þessara aðila til að hlekkja niður merkinguna. Foreldrar Diljár og fulltrúar listaháskólans leika þeirra hlutverk í Bónusstelpunni. Listin er hins vegar ekki eina aflið sem getur haft áhrif á veruleikann utan frá. Þar leikur efnahags- og fjármála- kerfið einnig mikilvægt hlutverk. Sögu- sagnir einar geta til dæmis snarhækkað eða -lækkað verð bréfa á mörkuðum sem hefur aftur áhrif á rekstur fyrir- tækja, atvinnuöryggi, og svo framvegis. Kraftaverkin sem útrásarvíkingarnir gerðu á fjármálamörkuðum reyndust tálsýn ein þegar litið var til baka – en þau gerðust samt meðan almenningur og fjölmiðlar og lánastofnanir trúðu þeim. Góðærið var kannski bara góð saga, en einmitt þess vegna átti það sér stað; allir voru að hlusta. Í skjóli hag- fræðinnar og/eða sögunnar reyndu ein- hverjir að ljá góðærinu vísindalegan blæ – skýra það sem algildan sannleik – en Diljá gerist aldrei svo hrokafull. Girndin kitlar hana; um tíma veltir hún því fyrir sér hvort hún sé í raun kraftaverkakona en hún trúir því aldrei til fullnustu. Enda fer brátt að bera á óánægju; ásök- unum um svikna vöru. „Þú getur ekki gert kraftaverk. Veistu það ekki?“ (176) spyr maður hana með dauðan hund. Diljá veit það. Hún veit að hún er bara persóna í leikriti sem hún er alls ekki höfundurinn að, leikriti sem viðskipta- vinir Bónuss skrifuðu sjálfir. Á sama tíma er hún þó, eins og fjárglæframenn- irnir, sek um að leika með. Spurningin um hvað tilheyrir veru- leikanum og hvað stendur utan hans er því áleitin í Bónusstelpunni. Á einum stað hugsar Diljá: „Þetta var gjörningur, ekki raunveruleikinn. Fólk hlaut að átta sig á því fyrr en síðar“ (86). En trúin á Bónusstelpuna verður veruleikanum yfirsterkari, eða, öllu heldur, trúin á mátt hennar gerir kraftaverkin sönn. Ströng og köld vísindahyggja sem krefst óvefengjanlegra sannana hefur á undan- förnum öldum drepið kraftaverkin og hið ósýnilega. Þess vegna „var eftirspurn eftir kraftaverkum“ (111) sem Diljá svar- aði óafvitandi þegar hún kom á kass- ann. Eftirspurnin kemur af jaðri sam- félagsins, frá þeim sem minna mega sín. Í sögunni verður Bónus að myndlíkingu fyrir þennan jaðar þar sem hinir fátæku og skrítnu – allir þeir sem ekki ganga í takt við samfélagið – leika lausum hala. Bónus er merkingarþrungið rými; þar kaupa hinar vinnandi stéttir inn, en verslunin er engu að síður í eigu útrásar víkinga sem hafa séð skuldir sínar – að margfaldri upphæð þess sem flestir sem kaupa inn í Bónus geta nokk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.